Miðvikudagur 27. mars, 2024
2.8 C
Reykjavik

Borgarstjórinn felldi Oslóartréð í morgun – Glæsilegt 14 metra sitkagrenitré

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í köldu en fallegu vetrarveðri í Heiðmörkinni í morgun, aðstoðaði Dagur B. Eggertsson starfsmenn Skógræktarfélags Reykjavíkur að höggva niður Oslóartréð sem prýða mun Austurvöllinn yfir hátíðarnar.

Á vef borgarinnar segir að við mælingu hafi tréð reynst 14 metra hátt sitkagrenitré sem er um 70 ára gamalt og því talið að því hafi verið plantað um 1950. Stóð tréð í Landnemaspildu Norska félagsins við Torgeirsstaði, sem er sumarbústaður Nordmannslaget í Heiðmörk. Þar hafa félagsmenn stundað skógræktarstarf í samvinnu við Skógræktarfélag Reykjavíkur í gegnum tíðina og tréð því sannarlega gjöf frá Norðmönnum.

Dagur B Eggertsson borgarstjóri fellir tré í Heiðmörk sem mun skarta sínu fegursta sem jólatré á Austurvelli. Mynd: Róbert Reynisson

Í áratugi hefur Oslóarborg gefið Reykvíkingum jólatré sem tákn um vináttu borganna en samkvæmt síðu borgarinnar hefur það engin áhrif á vináttuna þó tréð komi nú úr Heiðmörk því í stað jólatrés gefa borgaryfirvöld í Osló í staðinn grunnskólum Reykjavíkur bækur að gjöf.

Dagur B. Eggertsson gæðir sér á heitu súkkulaði og meððí sem starfsmenn borgarinnar buðu upp á
Mynd: Róbert Reynisson

Tréð verður sett upp á Austurvelli og verður mikið lagt í skreytingar þetta árið. Jólaljósin á trénu verða svo tendruð þann 28. nóvember. Ekk verður neitt af pompi og prakti við tendrun ljósanna að þessu sinni enda bjóða aðstæðurnar í samfélaginu ekki upp á það þessa dagana.

Einnig var tré fellt í Heiðmörkinni í morgun sem Færeyingar fá að gjöf frá Reykjavík og mun það standa á Tinhúsvöllin í miðborg Þórshafnar.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -