Laugardagur 24. september, 2022
12.8 C
Reykjavik

Börkur: „Ég er að verða þekktasti framhjáhaldari landsins“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Rithöfundurinn snjalli og kvikmyndaleikstjórinn Börkur Gunnarsson átti að sitja mikilvægan fund fyrir skömmu. Taldi leikstjórinn lýkur á að hann yrði gúgglaður af fundarhöldurum og ákvað til að hafa vaðið fyrir neðan sig og flett nafni sínu upp í leitarvélinni. Berki brá mjög þegar hann sá þar frétt sem birtist á vef Mannlífs 12. ágúst 2020 og hafði farið framhjá honum. Fyrirsögn fréttarinnar var: Mikilvæg skilaboð til þjóðarinnar – Ekki halda framhjá.

Sjá einnig: Mikilvæg skilaboð til þjóðarinnar – Ekki halda framhjá

„Ég hef nota bene aldrei á ævinni haldið framhjá, þetta var grín sem ég lét út úr mér um að halda framhjá uppáhaldsmatnum mínum,“ sagði Börkur sem áttaði sig fljótlega á að blaðamaður var að vitna í innlegg á Facebook eftir Börk en þar sagði hann frá reynslu sinni af dönskum sardínum í dós. Sagði hann sardínurnar hinn mesta viðbjóð . Þá sagði Börkur einnig:

„Maður á ekkert að vera að halda framhjá Ora og íslensku sardínunum.“

Þann 24. janúar síðastliðinn fjallaði Mannlíf um frásögn Barkar á Facebook af því þegar hann uppgötvaði fréttina frá 12. ágúst 2020. Vitnaði Mannlíf því aftur í Börk í frétt 24. janúar og var vitnað í rithöfundinn sem hafði áhyggjur af því að lesendur læsu aðeins fyrirsagnir. Fyrirsögn þeirra fréttar var:

Börkur ákvað að gúggla sjálfan sig og krossbrá: „Ég hef aldrei á ævinni haldið framhjá“

Óttaðist hann að lesendur myndu telja hann hafa halda framhjá konunni inni. Eftir reynslu sína af tveimur statusum á Facebook sem urðu að tveimur fréttum, hafði hann eitt ráð handa lesendum: Ekki grínast of mikið. Ekki grínast yfir þig.

Sjá einnig: Börkur ákvað að gúggla sig og krossbrá: Ég hef aldrei haldið framhjá

Þá er spurningin sú hvort Börkur hafi nú farið eftir því í einu og öllu. Við leyfum lesendum að dæma um það, grín eða alvara en þann 29. janúar, aðeins fimm dögum eftir að fréttin um að Berki hafi krossbrugðið, deildi hann þeirri frétt á Facebook-síðu sinni. Þar skrifaði rithöfundurinn:

„Haldiði ekki að Man.is hafi gert nýja frétt um framhjáhald mitt,“ sagði Börkur og bætti við:

„Ég er að verða þekktasti framhjáhaldari landsins.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -