Laugardagur 14. september, 2024
2.8 C
Reykjavik

Börn í fíknivanda mæta afgangi í kerfinu: „Þetta eru fá börn, sem betur fer, en þau þurfa mikið utanumhald og aðhald“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Með starfseminni á Vogi næst engan veginn að sinna þeim fjölda sem þarf á aðstoð að halda vegna fíknivanda. Þjónustusamningar eru úreltir og SÁÁ berst við að þjónusta mun fleiri en framlög frá hinu opinbera gera ráð fyrir. Þá eru sumir hópar, m.a. ólögráða börn og konur, sem virðast mæta afgangi í kerfinu.

 

Börnin fá hvergi annars staðar inni

Margs konar úrræði eru til boða á vegum SÁÁ, sem rekur auk Vogs og göngudeildarinnar fyrir norðan, framhaldsúrræðið Vík og Von sem er göngudeild í Reykjavík þar sem boðið er upp á viðtalsþjónustu og meðferð. Samtökin tilkynntu hins vegar árið 2018 að þau hygðust hætta að taka á móti ósjálfráða einstaklingum í meðferð á Vogi. Sett var af stað vinna í ráðuneytinu til að finna lausn fyrir þennan litla en viðkvæma hóp en hún hefur engu skilað, enn sem komið er.

„Við höfum sinnt þeim eftir okkar bestu getu,“ segir Valgerður um hópinn. „Þetta eru fá börn, sem betur fer, en þau þurfa mikið utanumhald og aðhald.“ Börnin dvelja á ungmennadeildinni á Vogi, þar sem ungir en sjálfráða einstaklingar eru í meðferð, og þar sem starfsfólk hefur stöðuga viðverðu. Valgerður segir flesta hafa verið sammála um að Vogur væri ekki réttur staður fyrir börn undir 18 ára en enginn annar hafi viljað taka við. Þau fái ekki lausn sinna mála á öðrum barnadeildum innan heilbrigðiskerfisins og eigi ekki heima í úrræðum með fullorðnum.

Fjallað er ítarlega um málefni SÁÁ í helgarblaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -