Börn lesa fyrir hunda í Kópavogi

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Bókasafn Kópavogs býður börnum nú að lesa fyrir hunda á safninu. Um er að ræða hunda sem hafa fengið sérstaka þjálfun í að hluta á upplestur og er markmiðið að hvetja börn til yndislesturs.

Fulllbókað var á síðasta viðburð og skráning hafin á þann næsta sem fram fer 5. október næstkomandi. Níu börn komast að hverju sinni og fer skráning fram á netfanginu [email protected] Það kostar ekkert að taka þátt.

Árið 2016 bauð Borgarbókasafnið upp á sama viðburð og það var einnig unnið í samstarfi við félagið Vigdísi, vinir gæludýra á Íslandi. Þá voru haldnar sex slíkar lestrarstundir með hundum og mældist vel fyrir.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -