Fimmtudagur 28. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

Bráðabirgðaniðurstaða krufningar bendir til að fólkið hafi orðið úti

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lík konu og karls fundust á Sólheimasandi í síðustu viku skammt frá göngustíg að flugvélarflaki þar. Um var að ræða kínverska ferðamenn, mann sem var fæddur 1997 og konu sem var fædd 1999.

Bráðabirgðaniðurstaða krufningar á líkum þeirra bendir til þess að fólkið hafi orðið úti í óveðri sem gekk yfir dagana þar á undan. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Í tilkynningunni kemur fram að ekki eru merki um aðkomu utanaðkomandi aðila og ekki er grunur um að saknæmt athæfi hafi átt sér stað.

„Áfram verður unnið úr þeim gögnum sem aflað hefur verið til að varpa frekari ljósi á ferðir þeirra á þessum slóðum.  Endanleg niðurstaða krufningar mun liggja fyrir að einhverjum vikum liðnum,“ segir í tilkynningunni.

Aðstandendur fólksins komu til landsins um helgina og funduðu með þeir og fulltrúum kínverska sendiráðsins á mánudaginn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -