• Orðrómur

Bráðamóttakan í molum og Þór Saari segir VG skítsama- „Atvik geta leitt til dauða“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Fyrrum alþingismaðurinn Þór Saari hefur miklar áhyggjur af þróun mála í heilbrigðiskerfinu hér á landi og kennir Sjálfstæðisflokknum og VG um ástandið sem hann segir vera ömurlegt:

„Bráðamóttakan er hryggjarstykkið í spítalaþjónustunni, ekki bara hér, heldur um allan heim. Þetta mikilvæga svið er greinilega í molum hér á landi og hefur verið lengi,“ segir hann.

Lengi hefur verið fjallað um bágborið ástand bráðamóttökunnar í Reykjavík og í grein á stundin.is kemur fram að hver einasti starfandi sérfræðilæknir á bráðamóttöku, að yfirlæknum frátöldum, hafi skrifað undir bréf til forstjóra Landspítalans, Páls Matthíassonar, í byrjun maí síðastliðinn og í bréfinu var ekkert verið að skafa utan af hlutunum þar sérfræðilæknarnir sögðu meðal annars Landspítala vera „vísvitandi að setja sjúklinga og starfsfólk í hættu“.

- Auglýsing -

„Undanfarin fjögur ár hefur hefur það verið í molum vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki almenna ókeypis heilbrigðisþjónustu fyrir almenning og vegna þess að Vinstri-grænum, sem þó eru með heilbrigðisráðuneytið, virðist vera skítsama svo lengi sem formaður þeirra fær að vera forsætisráðherra.“

Þór segir stöðuna grafalvarlega og við hana megi ekki una:

„Þetta er ömurlegt og þessu þarf að breyta og þessu er vel hægt að breyta og við verðum að muna hverjir bera ábyrgðina“ og á þá væntanlega við ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, VG og Framsóknar.

- Auglýsing -

 

Sérfræðilæknarnir mátu ástandið á bráðamóttökunni svo að vegna stöðunnar munu „óþarfa alvarleg atvik koma upp sem geta jafnvel leitt til dauða“ – að mjög hætt sé við því að sjúklingar fái „ranga greiningu og ranga meðferð“ vegna manneklu sérfræðilækna á bráðamóttökunni og að „augljóslega sé ekki hægt að tryggja öryggi sjúklinga sem leita á bráðamóttöku“ og að sjúklingar munu verða fyrir óþarfa töf sem í sumum tilfellum getur reynst „lífshættuleg.“

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

Daníel Hjálmtýsson með plötu á næsta ári – „Covid lagði drauminn í hættu“

Daníel Hjálmtýsson er gestur Hvassra Brúna að þessu sinni. Hann sagði frá upphafinu í Rokklingunum, ást sinni...
- Auglýsing -