Föstudagur 12. ágúst, 2022
10.8 C
Reykjavik

Bráðamóttakan í molum og Þór Saari segir VG skítsama- „Atvik geta leitt til dauða“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Fyrrum alþingismaðurinn Þór Saari hefur miklar áhyggjur af þróun mála í heilbrigðiskerfinu hér á landi og kennir Sjálfstæðisflokknum og VG um ástandið sem hann segir vera ömurlegt:

„Bráðamóttakan er hryggjarstykkið í spítalaþjónustunni, ekki bara hér, heldur um allan heim. Þetta mikilvæga svið er greinilega í molum hér á landi og hefur verið lengi,“ segir hann.

Lengi hefur verið fjallað um bágborið ástand bráðamóttökunnar í Reykjavík og í grein á stundin.is kemur fram að hver einasti starfandi sérfræðilæknir á bráðamóttöku, að yfirlæknum frátöldum, hafi skrifað undir bréf til forstjóra Landspítalans, Páls Matthíassonar, í byrjun maí síðastliðinn og í bréfinu var ekkert verið að skafa utan af hlutunum þar sérfræðilæknarnir sögðu meðal annars Landspítala vera „vísvitandi að setja sjúklinga og starfsfólk í hættu“.

„Undanfarin fjögur ár hefur hefur það verið í molum vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki almenna ókeypis heilbrigðisþjónustu fyrir almenning og vegna þess að Vinstri-grænum, sem þó eru með heilbrigðisráðuneytið, virðist vera skítsama svo lengi sem formaður þeirra fær að vera forsætisráðherra.“

Þór segir stöðuna grafalvarlega og við hana megi ekki una:

„Þetta er ömurlegt og þessu þarf að breyta og þessu er vel hægt að breyta og við verðum að muna hverjir bera ábyrgðina“ og á þá væntanlega við ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, VG og Framsóknar.

- Auglýsing -

 

Sérfræðilæknarnir mátu ástandið á bráðamóttökunni svo að vegna stöðunnar munu „óþarfa alvarleg atvik koma upp sem geta jafnvel leitt til dauða“ – að mjög hætt sé við því að sjúklingar fái „ranga greiningu og ranga meðferð“ vegna manneklu sérfræðilækna á bráðamóttökunni og að „augljóslega sé ekki hægt að tryggja öryggi sjúklinga sem leita á bráðamóttöku“ og að sjúklingar munu verða fyrir óþarfa töf sem í sumum tilfellum getur reynst „lífshættuleg.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -