Bálstofa verður bráðum reist í Rjúpnadal í Garðabæ. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur veitt Tré lífsins samþykki fyrir staðsetningu og skipulagi stofunnar. Bálstofan og minningargarður verður reist norðan við Vífilsstaðavatn.
Í tilkynningu frá Tré lífsins á heimasíðu félagsins, trelifsins.is, segir að nú sé hægt að halda áfram með verkefnið, en félagið að því á síðustu sex ár, og hefja formlega fjármögnun þess.
Aðstaða verður um 1.500 fermetrar að stærð og mun hún hýsa athafnarými, kyrrðarrými, kveðjurými og bálstofuna.
Bent er á að í minningagarðinum verður hægt að gróðursetja ösku ásamt trjám sem vaxa munu upp til minningar um ástvini sem horfnir eru á braut.
Þetta verður einungis önnur bálstofan sem reist er á Íslandi, en fyrir er bálstofa við Fossvogskirkju.