Laugardagur 7. september, 2024
10.1 C
Reykjavik

Brákarborg: „Skól­inn er fal­leg­ur en stenst ekki þær kröf­ur sem við ger­um til bygg­ing­anna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fólk er í hættu inn­an bygg­inga þar sem burðarþol er ófull­nægj­andi, að mati Ein­ars Þor­steins­sonar borgarstjóra, og þess vegna hafi hann látið rýma leik­skól­ann Brákar­borg, og er gagn­rýn­inn á fram­kvæmd­ina.

Ein­ar var gest­ur Spurs­mála og þar var spurður út í mál­efni leik­skól­ans er Reykja­vík­ur­borg setti á fót; með kostnaði upp á heila 2,3 millj­arða íslenskra króna.

Kemur fram að það var gert með upp­kaup­um á hrör­legu húsi er gert var upp. En í ljós kom að torfþak og mikið efn­is­magn er mokað var á þakið var .annig að vegg­ir húss­ins stand­ast eigi þunga þess.

Einar var spurður: Voru börn­in á leik­skólanum í hættu?

- Auglýsing -

„Ég fékk upp­lýs­ing­ar um þetta í sum­ar og mitt viðbragð var að kalla alla heim úr sum­ar­fríi því ég sá að ef burðarþol er ekki í lagi þá er fólk í hættu. Ég lít svo á. Það komu þarna tvær verk­fræðiskýrsl­ur sem sýndu að burðarþolið var ekki í lagi.“

Einar Þorsteinsson.

Seg­ist hann þrátt fyr­ir þetta svar ekki alveg geta full­yrt að börn eða starfs­fólk hafi verið í einhverri hættu; hins veg­ar þurfi að líta til þess að bygg­ing­ar sem þessar eigi að geta staðið af sér jarðskjálfta; niður­stöður sér­fræðinga séu að ­bæta þurfi burðarþol húss­ins til þess að húsið telj­ist í eðlilegu og löglegu ástandi.

Húsið sem varð að leikskólanum Brákarborg..

Einar er alls ekki hrifinn af því „að fara í svona aðgerð; að kaupa gam­alt hús á háa fjár­hæð og eyða svo mikl­um fjár­mun­um í að gera það upp. Skól­inn er fal­leg­ur núna en hann stenst því miður ekki þær kröf­ur sem við ger­um til bygg­ing­anna,“ seg­ir Ein­ar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -