Þriðjudagur 23. apríl, 2024
2.6 C
Reykjavik

Brennisteinsmengun frá gosinu og vitlaust veður víða um land

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslendingum víða um land er hollast að halda sig að mestu innandyra í dag ef marka má stormaspá Veðurstofu sem hefur gefið út gula og appelsínugula stormviðvörun á meginhluta landsvæðis eyjunnar okkar í norðri. Ekkert ferðaveður verður fyrir ferðahýsi eða húsbíla nú um helgina, en einnig getur verið mjög erfitt að vera í tjaldi í slíkum vindi.

Sérfræðingar Veðurstofu biðja ökumenn að gæta að ökutækjum sem taka á sig mikinn vind næsta sólarhringinn, en fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón. Þá er mikilvægt að festa niður eða taka inn trampólín og garðhúsgögn, en einnig er minnt á að mikilvægt er fyrir göngufólk að leita skjóls í húsum þar til stormi slotar.  Þá er fólki í grennd við gosstöðvarnar hollast að loka gluggum, notast við grímu utandyra vegna gasmengunar og ríghalda í góða skapið þar sem öll él styttir upp um síðir.

Á Breiðafirði er gult ástand, suðvestan hvassviðri eða stormur, 18 til 25 metrar á sekúndu og búast má við snörpum og staðbundnum vindhviðum við fjöll sem gætu farið fyrir 35 metra á sekúndu, einkum á norðanverðu Snæfellsnesi og í Dölunum.

Á Vestfjörðum er gul viðvörun, suðvestan hvassviðri eða stormur, 18 til 25 metrar á sekúndu. Búast má við mjög snörpum, staðbundnum vindhviðum við fjöll og reikna má með 30 metrum á sekúndu við toppa. Á Ströndum og Norðurlandi vestra ríkir gult ástand, suðvestan hvassviðri eða stormur, frá 15 – 23 metrum á sekúndu.

Suðvestan hvassviðri eða stormur geysar í dag á Norðurlandi eystra, með gulu ástandi. Þannig verða 18 til 25 metrar á svæðinu í kringum Eyjafjörð og búast má við mjög snörpum vindhviðum, eða um 30 metrum á sekúndu við fjöll. Suðvestan stormur, 18 til 25 metrar á sekúndu verða á austanverðum Tröllaskaga og við Eyjafjörð og vindhviður geta farið í allt að 40 metrum á sekúndu.

Gult ástand er á Suðausturlandi í dag, suðvestan hvassviðri eða stormur, 15 til 23 metrar á sekúndu við Öræfajökul. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið 25 til 30 metrar á sekúndu.

- Auglýsing -

Þá verður suðvestan hvassviðri eða stormur, 18 til 5 metrar á sekúndu norðan jökla og á miðhálendinu og búast má við mjög snörpum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll að 35 metrum á sekúndu og sandfoki. Varasamar og hættulegar aðstæður verða fyrir ferðafólk í dag á miðhálendinu og er fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám. Mikil hlýjindi fylgja þó hvassviðrinu og má búast við talsverðri snjóbráð, einkum á svæðinu kringum Fjallabak (Fimmvörðuháls og Laugaveg). Búist er við vatnavöxtum og verða ár og vöð erfið yfirferðar, ásamt því sem göngufólk er sérstaklega varað við að svæði sem áður hafa verið hulin snjó geti verið sérstaklega erfið viðureignar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -