Föstudagur 29. mars, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Breytingar á miðbæ Hafnarfjarðar – Nýtt bókasafn rís: „Hugmyndirnar ýta undir sérstöðu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hugmyndir að uppbyggingu í miðbæ Hafnarfjarðar hafa nú litið dagsins ljós en fyrri áform um uppbyggingu á 100 herbergja hóteli að Strandgötu 26 til 30 í Hafnarfirði hafa þróast í áform um matvöruverslun og þjónustu á jarðhæð; nýtt nútíma bókasafn og margmiðlunarsetur; almenningsgarð á 2. hæð og hótelíbúðir í smáhýsum sem liggja við Strandgötuna.

Hér má sjá mynd af fyrirhuguðum breytingum á miðbæ Hafnarfjarðar

Fari svo að þessar hugmyndir og áform verði að veruleika „er ljóst að nýtt kennileiti í hjarta Hafnarfjarðar er við það að rísa sem byggir á hönnun og skipulagi sem mun efla og auðga líf og anda miðbæjarins,“ segir í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ.

Þar kemur einnig fram að „verkefnið er leitt af félaginu 220 Miðbær ehf sem er eigandi byggingarreitsins. Með breyttum áformum er verið að svara ákalli íbúa Hafnarfjarðar og fyrirtækja á svæðinu um matvöruverslun í miðbæinn; græn svæði og hönnun sem ýtir undir lifandi miðbæ.“

Telur bæjarstjórn Hafnarfjarðar að hugmyndirnar séu í góðu samræmi við skýrslu starfshóps um skipulag miðbæjarins, þar sem sérstaklega er horft til þess að tryggja góða blöndu verslunar, þjónustu og íbúða.

Sjálfstæðiskonan Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir að „þessar hugmyndir að uppbyggingu í miðbæ Hafnarfjarðar eru mjög spennandi og munu efla hann enn frekar og ýta undir sérstöðuna. Miðbærinn okkar hefur verið að blómstra og dafna undanfarin ár og mikilvægt að við sem sveitarfélag svörum ákalli íbúa og fyrirtækja og ýtum undir áframhaldandi vöxt með því að opna á tækifæri og möguleika fyrir fjölbreytta starfsemi og þjónustu, til samveru, skemmtunar og sköpunar. Þessar nýju hugmyndir falla að mínu mati afar vel að umhverfinu, gömlu byggðinni og sjarma bæjarins.“

Bæjarráð Hafnarfjarðar hefur tekið jákvætt í hugmyndir skipulagshöfunda og lagt sérstaka áherslu á að hugmyndin og hugmyndafræðin yrði vel kynnt bæjarbúum í næstu skrefum.

- Auglýsing -
Fyrirhugaðar breytingar á miðbæ Hafnarfjarðar

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -