Gys-hópurinn Baggalútur er að gera það gott, en hagnaður Baggalúts ehf., sem er félag stofanð utan um samnefnda hljómsveit, nam 16 milljónum króna í fyrra; tvöfaldaðist frá fyrra ári.
Þetta kemur fram á vefnum vb.is.
Baggalútur hefur lengi átt stóran sess í hjörtum Íslendinga og hljómsveitin er vel rekin sem og fyrirtækið utan um hana.
Námu tekjur 164 milljónum króna og jukust um 149 milljónir frá fyrra ári.
Vegna kóvid voru tekjur ársins 2020 lágar þar sem hljómsveitin neyddist til að fella niður helstu tekjulind sína, sem eru fjölmargir jólatónleikar.
Kemur fram að eignir Baggalúts ehf. hafi numið 223 milljónum króna í lok síðasta árs; eigið fé 126 milljónum.
Ísendingar elska Baggalút.