Laugardagur 24. september, 2022
9.2 C
Reykjavik

Bryndís Brá 8 ára í náttúruskóla á Tenerife: „Miklu meira í boði heldur en á Íslandi“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Fjölmiðlakonan Snæfríður Ingadóttir býr á Tenerife sem stendur og gengur yngsta dóttir hennar, Bryndís Brá, 8 ára, í svokallaðan náttúruskóla á eyjunni kanarísku. Þar er náttúran nýtt sem kennslustofa og segir Snæfríður svo miklu fleiri möguleika í boði varðandi skólagöngu barna á Tenerife en á Íslandi.

Snæfríður segir frá þessu og birtir myndir af Bryndísi í náttúruskólanum í færslu á Facebook. Þar segir móðirin:

Náttúran er kennslustofan segir Snæfríður.

„Yngsta dóttirin Bryndís Brá, 8 ára, er í nokkuð sérstökum skóla hér úti á Tenerife þar sem náttúran er kennslustofan. Ekki allir skólar hafa veggi á kanarísku eyjunum, og á Spáni líka, þá eru svo miklu meiri möguleikar í boði varðandi skólagöngu barna heldur en á Íslandi. Við fjölskyldan erum, eins og svo oft áður, í nokkra mánaða dvöl á Tenerife og að þessu sinni ákváðum við að láta yngstu dóttur okkar í náttúruskóla. Ekki er um hefðbundinn skóla að ræða, þó hann hafi full leyfi til skólareksturs,“ segir Snæfríður og heldur áfram:

Mikil áhersla er lögð á náttúruna og eru börnin alfarið utandyra fram að hádegismat. Það þurfti ekki að sannfæra dótturina lengi um að þetta væri skemmtilegur skóli því strax fyrsta skóladaginn fékk hún að halda á eðlu og læra um það hvernig skottið á henni vex aftur ef hún missir það.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -