Miðvikudagur 24. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Bryndís ræðst á Laufeyju, hún sé öryrki sem drekki ofan í verkjalyf – „Er as low as you can go”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Allir sem þekkja okkur Jón Baldvin, vinir og kunningjar, vita, að við erum hvorki ruddar né dónakallar. Við erum mannvinir, og umgöngumst fólk af virðingu og væntumþykju – kannski forvitni, en aldrei óþarfa ágengni. Hvað þá, ef við þekkjum fólk ekki neitt og höfum aldrei séð áður.“

Þetta segir Bryndís Schram á Facebook síðu sinni. Þar fer hún ófögrum orðum um Laufeyju, móður Carmen Jóhannsdóttur sem  sakar Jón Baldvin Hannibalsson um kynferðisbrot. Carmen hefur áður lýst atvikinu svo:

„Svo sat vinkona þeirra á milli þeirra og ég og mamma. Ég sat næst honum. Þegar ég stóð upp á einum tímapunkti og fór að skenkja í glösin, þá bara gerði kallinn sér lítið fyrir og byrjaði að strjúka á mér rassinn. Og ekkert bara rétt aðeins, heldur upp og niður strjúka á mér rassinn.“

Carmen sagði í pistil á vef Mannlífs að hún vonaðist til þess að réttlætið myndi sigra. Henni varð ekki að ósk sinni en ákæru saksóknara á hendur Jóni Baldvini Hannibalssyni fyrir að hafa strokið Carmen utanklæða um rass  á heimili hans í Granada á Spáni 2018 var í dag vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Bryndís birtir langan pistil þar sem hún

Bryndís segir að þetta kvöld hafi hún lagt hvítan dúk á borð og borið fram sín bestu glös. Í matarboðinu var nágranni hennar og síðan Laufey og tvær dætur hennar.

„Jón Baldvin fór í það að bera borðbúnað og matföng upp á þak, þar sem gestirnir voru að dást að útsýninu. Hann átti síðan að vísa þeim til sætis, svo að allir væru sestir, þegar ég kæmi upp með fangið fullt,“ segir Bryndís og kveðst hafa haft heimildir fyrir því að Laufey móðir Carmen væri öryrki á sterkum lyfjum.

- Auglýsing -

„Eftir á að hyggja skýrir það ýmislegt sem á eftir fór,“ segir Bryndís og bætir við á öðrum stað:

„Carmen gekk á undan mér, og ég stóð fyrir aftan hana á meðan hún lagði grjónin og salatið á mitt borðið. Síðan settist hún við hlið móður sinnar. Það var samt þó nokkuð bil á milli þeirra, þar sem Laufey hafði fært sig til. Þegar ég hafði lagt kjúklinginn á borðið fyrir framan húsbóndann, sem ætlaði að skammta á diska gesta, settist ég í mitt sæti með þessum orðum:

„Velkomin, og verði ykkur að góðu“.

Ég hafði ekki fyrr sleppt orðinu en Laufey æpir alveg upp í eyrað á mér:

- Auglýsing -

„Jón Baldvin, þú átt að biðja dóttur mína afsökunar, því að ég sá, að þú káfaðir á henni“! Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Það fer enn um mig hrollur, þegar ég minnist þessara orða. Illskan í orðum Laufeyjar kom mér svo á óvart. Hún var svo heiftúðug og nístingsköld.“

Bryndís bætir við: „Mamma, ég get alveg séð um mig sjálf“ æpti Carmen, um leið og hún strunsaði niður tröppurnar. En móðir hennar hélt áfram að hella úr skálum reiði sinnar. Ég var gersamlega ráðþrota.“

Bryndís segir að eftir þetta hafi borðhaldið verið í uppnámi.

„Jón Baldvin var reiður, ég algerlega miður mín, og grannkonan horfði á mig spurnaraugum, gapandi af undrun. Hún hristi bara höfuðið.“

Bryndís heldur fram að Jón Baldvin hafi látið sig hverfa inn í herbergi og lokað á eftir sér.

„Laufey var enn óðamála og ruddist inn til hans, þar sem hún æpti ókvæðisorð að honum. Þegar hér var komið sögu, var Jóni Baldvini gersamlega misboðið,“ segir Bryndís og bætir við: „Hann var öskureiður og skipaði Laufeyju að snauta burt, hypja sig út. Hún hélt áfram að atyrða hann, um leið og hún greip farangur sinn og æddi út í átt að bílnum.“

Þá heldur Bryndís áfram að draga úr trúverðugleika Laufeyjar, móður Carmen. Hún kveðst hafa haft áhyggjur að mæðgurnar færu sér á voða á hraðbrautinni.

„ … búnar að sitja heilan fótboltaleik á torginu fyrr um daginn, þar sem Laufey hafði, að sögn sjónarvotta, drukkið ótæpilega, þrátt fyrir að mega ekki, að eigin sögn, drekka ofan í lyfin sín,“ segir Bryndís og bætir við að lokum: „Kannski það skýri að einhverju leyti þessa ótrúlegu – og satt að segja – óskiljanlegu framkomu.“

Carmen hefur áður sagt að ógeðfellt sé á hvaða hátt Jón Baldvin beiti Bryndísi í málsvörn sinni og hafi staðið fyrir skipulagðri aðför að mannorði hennar sem og Bryndísar. Þá steig fjöldi kvenna fram og sakaði Jón Baldvin bæði um gróft kynferðisofbeldi og kynferðislega áreitni. Einnig var stofnuð grúppa á Facebook sem heitir #metoo Jón Baldvin Hannibalsson.

Carmen hefur fullyrt að henni hafi verið hótað málsókn af Jóni Baldvini ef hún myndi greina frá því sem gerðist opinberlega. Carmen sagði í samtali við DV á sínum tíma:

„Við heyrðum Jón Baldvin sturlaðan, öskrandi, þegar við fórum út. Mamma kom klyfjuð út með allan farangurinn okkar og hann hrópaði á eftir henni: „Ef þið farið með þetta í fjölmiðla þá lögsæki ég ykkur!“

Í pistlinum á vef mannlíf, sagði Carmen:

„Það er ofboðslega sorglegt. Hann [Jón Baldvin] afhjúpar sig, hvort sem hún tekur þátt í því eða ekki. Þetta er ákveðið ofbeldi að beita öðrum svona fyrir sig. Þeirra fjölskyldu harmleikur er kominn frá þeim sjálfum. Það er algjör staðreynd. Hann heldur þessu á lofti. Þetta er as low as you can go.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -