Brynja lætur MS sjúkdóminn ekki sigra sig: „Ómetanlegt að geta skapað og gert hluti“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Það er ekki neinum blöðum um það að fletta að hér á Íslandi eigum við frábæra fatahönnuði og fólk sem framleiðir íslenskan fatnað. Úrval hefur aukist  síðustu ár sem er auðvitað mjög jákvætt. Þó fátt jákvætt sé hægt að finna við heimsfaraldurinn Covid-19 má nefna það að sala á íslenskum fatnaði hefur aukist í þeim aðstæðum. Það er jákvætt fyrir framleiðendur og neytendur. Neytendur eru öllu jafnan að fá góðar vörur, úr góðum efnum, sem þola fleiri en fáeina þvotta og svo er auðvitað mun hægara um vik  ef um galla er að ræða eða skipta þarf vörum. Margir aðilar bjóða líka upp á það að sérhanna eftir hugmyndum viðskiptavina sinna og sauma eftir máli.

Íslensk gæði

Mikið af erlendum barnafatnaði er oft á tíðum nánast einnota, þolir ekki marga þvotta, rifnar auðveldlega svo dæmi séu tekin. Það verður bara að segjast eins og er að flest íslensk barnaföt eru alls ekki þannig og verðið yfirleitt mjög samkeppnishæft.

Mannlíf setti sig í samband við Brynju Dögg Gunnarsdóttur, eiganda Agú sem saumar og hannar íslensk  föt á börn.

Brynja Dögg Gunnarsdóttir lét MS ekki sigra sig, hörku kona hér á ferð

 

Hvenær og hvað varð til þess að þú ákvaðst að stofna fyrirtækið þitt ? „Ég byrjaði að sauma barnaföt á fullu árið 2012 þegar ég varð ólétt að dóttur minni. Fólk tók eftir fötunum og ég var strax farin að fá pantanir áður en Agú fór af stað. Í lok árs 2012 stofnaði ég Agú og ævintýrið hófst. Ég var mikið í kringum ömmu mína í æsku sem var klæðskeri og lærði mikið af henni og mömmu minni sem saumaði mikið sjálf. Árið 2002 greindist ég með MS sjúkdóminn og fyrstu árin eftir það var ómetanlegt að geta skapað og gert hluti meðfram nýjum áskorunum í lífinu.“

 

Mjög fallegur fatnaður fyrir alla krakka

 

Ekki veitir af því að barnafatnaður sé slitsterkur og endingargóður

Hvenær var verslunin opnuð ? „Verslunin okkar á Grensásvegi 26 opnaði sumarið 2020. Við erum tvær vinkonur sem þekkjumst frá æsku sem rekum verslunina, Agú og JK design sem eru kvenmannsföt.“

Fötin eru líka mjög litrík og höfða frábærlega vel til barna

 

Fallegt blómamynstur

Hvaða aldur ertu að hanna og sauma á ? „Agú fötin eru frá nýfæddum börnum og upp í 10.ára.

Hlébarðar eru alltaf flottir

Úr hvaða efni eru fötin ? „Agú fötin eru öll saumuð úr lífrænum bómullar efnum, mjög sterk og góð efni sem þola endalausa þvotta.“

Ótal valmöguleikar

 

Eru nýjungar á leiðinni frá þér ? „Núna er mjög spennandi tími framundan þar sem ég er með hönnun á nýjum munstrum í fullum gangi. Ég er mjög spennt fyrir þegar þau koma í sumar.“

Mörg börn elska gröfur

Hefur þú fundið fyrir aukningu á sölu vegna Covid-19 ? „Það hefur verið mjög mikil aukning á sölu í netversluninni eftir að covid byrjaði.“

 

Fallegur galli með bíla myndum

 

Fallegur fiðrilda kjóll

 

Hér má finna vefverslun Agú.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -