Sunnudagur 27. nóvember, 2022
4.1 C
Reykjavik

Brynjar baunar á skáldin: „Lifa í eigin heimi og fara vart úr húsi nema á kaffihús til að kvarta“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Stjórnmálamaðurinn Brynjar Níelsson er óhræddur við að tjá sig um menn og málefni. Líka rithöfunda:

„Frá barnsaldri hefur ég stúderað íslenska rithöfunda, einkum þá sem telja sig skáld góð og hafi eitthvað meira að segja okkur en góða sögu. Sumir geta auðvitað skrifað skemmtilega og fróðlega sögu en þegar þeir reyna að leiðbeina okkur almúganum, eins og algengt er, kárnar gamanið.“

Brynjar bætir við að „þeir virðast eiga það sameiginlegt flestir að lifa í eigin heimi og fari vart út úr húsi nema á kaffihús til að kvarta hver við annan yfir óréttlæti heimsins og almennu skilningsleysi í þeirra garð því þeir trúa að engar almennilegar bækur verði skrifaðar nema skattgreiðendur borgi þeim laun. Alla tuttugustu öldina má segja að flestir rithöfundar og skáld, sem fengu gefnar út bækur, hafi helgað sig baráttu fyrir skaðlegum pólitískum málstað og í besta fallið varið hann eða haft samúð með honum. Afstaða þeirra breyttist lítið þótt sagan væri búin að berja þá í hausinn áratugum saman. Veruleikinn oft mjög fjarlægur og strútsaðferðin að stinga höfðinu í sandinn mjög áberandi. Óraunsæir sveimhugar geta verið skemmtilegir en sjaldan gagnlegir og oft skaðlegir.“

Segir einnig að „á tímum samfélagsmiðla erum við öll orðin rithöfundar og mér sýnist að Jón og Gunna skrifi nú til dags meira að viti en svokölluð stórskáld. Í samanburði má segja að sjón sé sögu ríkari. En ég kann alltaf að meta þá sem hafa skoðun og tjá hana. Skiptir engu máli þótt mer finnist þær bæði vitlausar og skaðlegar. Tjáningarfrelsið er nefnilega lykilatriði í frjálsu og lýðræðislegu samfélagi; það ættu rithöfundar og stórskáld að vita best allra enda forsenda fyrir tilvist þeirra.“

Að lokum nefnir Brynjar að „nú um stundir hafa mál hins vegar þróast þannig að rithöfundar og stórskáld hafa verið fremstir í flokki í útilokunarmenningu gagnvart þeim sem eru með „rangar“ skoðanir. Þeir eru því áberandi í hópi svokallaðra aktivista, sem er samheiti yfir þá sem telja sig ekki þurfa að fara eftir lögum og reglum því eigið réttlæti er ofar þeim. Ef ég man rétt áttu allir helstu harðstjórar síðustu aldar það sammerkt að vera í sérstakri baráttu fyrir réttlæti. Þegar það er skoðað er sjón sannanlega sögu ríkari.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -