Föstudagur 1. desember, 2023
0.1 C
Reykjavik

„Bubbi á ekki heimtingu á neinu frá fjölmiðlum, óþarfi að vera hörundsár yfir slíkri erindisleysu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hinn frábæri og margverðlaunaði ljósmyndari, Sigtryggur Ari Jóhannsson, ritaði stutta færslu á Facebook-síðu sinni sem hljómaði svona:

„Magnað. Fullt af listamönnum eiga sjálfsagt óinnleysta frægð hér og hvar sem hugsanlega er hægt að kreista út með aðstoð lögmanna.“

Sigtryggur Ari Jóhannsson.

Er Sigtryggur Ari þarna að vísa til þess að Bubbi Morthens og Auðunn Lúthersson hafi kvartað undan því að fá ekki meiri spilun á Rás 2, þrátt fyrir að lag þeirra sé vinsælt á Spotify; þá hefur verið sagt frá því að Sölvi Blöndal, framkvæmdastjóri Öldu Music, hafi farið á fund með Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra vegna málsins, sem vakið hefur mikla athygli.

Margir skrifuðu undir færslu Sigtryggs Ara; kenndi þar ýmissa grasa.

Meðal annarra tjáði blaðamaðurinn Jakob Bjarnar Grétarsson – á Vísi – sig.

Jakob Bjarnar Grétarsson.

Sagði:

- Auglýsing -

„Bubbi Morthens og Auður gera lag saman. Lagið nýtur gríðarlegra mælanlegra vinsælda nema það heyrist vart á ríkisrekinni útvarpsrás sem gefur sig meðal annars út fyrir að segja landsmönnum af því hvað klukkan slær í nýgildri tónlist. Og á þeirri stöð starfar maður sem sakar Bubba um gerendameðvirkni af mikilli hörku opinberlega. Bubbi spyr hvað sé í gangi og hvort verið geti að þetta tvennt tengist, og telur sig hafa góðar og gildar ástæður fyrir því. Og það eina sem menn vilja taka út úr þessu er að Bubbi Morthens (sjálfur) sé að væla vegna þess að hann fái ekki spilunum?! Vá hvað þetta er eitthvað níðangurslegt og/eða lélegt.“

Fjölmiðlamaðurinn Illugi Jökulsson svaraði Jakobi Bjarnari með þessum orðum:

Illugi Jökulsson.

„Gallinn við þetta, Jakob minn, er að það er ekki rétt þegar þú segir: „Bubbi spyr …“ — Það er fökkings lögfræðingurinn hans sem spyr. Og framkvæmdastjórinn hans sem Björn að baki Kára. Það er þetta sem fólki þykir ankannalegt, trúi ég. Ef það hefði bara verið Bubbi sem spurði, þá hefði það vakið allt önnur viðbrögð.“

- Auglýsing -

Og einnig Sigtryggur Ari:

„Jakob minn, hvenar þurftirðu síðast að eiga við fólk sem taldi sig eiga heimtingu á að vera í fjölmiðlum til þess að kynna og selja varning? Bubbi má auðvitað spyrja að öllu sem honum dettur í hug. Allir elska Bubba og og það er allt í góðu. En hann sendi fylgjuna, eins og Illugi bendir á. Þar breyttist leikurinn ögn. Það að lagið sé leikið á streymisveitum þýðir ekki nema það að slaufunarkúltúr er ekki til. En Bubbi á ekki heimtingu á neinu frá fjölmiðlum frekar en þú og ég og alveg óþarfi að vera hörundsár yfir slíkri erindisleysu.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -