Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.8 C
Reykjavik

Bubbi afneitaði Megasi: „Ekki telja mig með, gekk burt 1994“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Viðtal við Bergþóru Einarsdóttur í nýjasta tölublaði Stundarinnar hefur vakið gífurlega athygli.

Þar lýsir Bergþóra því að tónlistarmaðurinn Megas hefði brotið gegn henni kynferðislega, ásamt yfirmanni hennar, árið 2004.

Bergþóra Einarsdóttir.

Bergþóra kvaðst hafa lagt fram kæru gegn Megasi árið 2010 en fengið þau skilaboð frá lögreglu að brotið væri fyrnt.

Bergþóra sagði svo í viðtalinu að hún hafi síðar lesið textann við lagið Litla ljót, nafn sem Megas hafi kallað hana fyrir atburðinn, og séð þar rosalega samsvörun við það sem hafi átt sér stað.

Fyrrverandi blaðakonan, Kristlín Dís Ingilínardóttir, birti færslu á Twitter og sagði þar að Megas væri stærsta dæmið um gerendameðvirkni heillar þjóðar:

- Auglýsing -

„Ótrúlegasta fólk sem kemur þessum manni til varnar þrátt fyrir allt sem hann hefur gert,“ sagði hún.

Færslan hefur vakið mikla athygli, og Bubbi Morthens skrifar athugasemd við hana og segir:

„Ekki telja mig með. Gekk burt 1994.“

- Auglýsing -

Líklegt má telja að með þessum orðum sé Bubbi að tala um vinslit á milli hans og Megasar, þarna árið 1994, en óljóst er hvers vegna svona fór hjá þeim.

Bubbi og Megas voru miklir mátar hér áður fyrr, og gerðu til að mynda saman eina plötu sem ber heitið Bláir Draumar og kom út árið 1988.

Megas og Bubbi saman á tónleikum árið 1985.

Nokkrum árum fyrr gerðu þeir saman einn vinsælasta slagara Íslandssögunnar, Fatlafól, en lagið og textann samdi Megas.

Lagið kom út á plötu Bubba frá árinu 1983 sem ber heitið Fingraför og varð strax gífurlega vinsælt og hér er brot úr textanum:

ég þekkti einu sinni fatlafól sem flakkaði um á hjólastól

með bros á vör en berjandi þó lóminn,

hann ók loks í veg fyrir valtara og varð að klessu – oj bara,

þeir tóku hann upp með kýttispaða og settu hann beint á sjónminjasafnið.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -