Laugardagur 22. janúar, 2022
1.8 C
Reykjavik

Bubbi heiðrar minningu Rúnars Júlíussonar: Birti gamla mynd af sér með rokkkónginum

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Á þessum degi fyrir 13 árum síðan lést einn dáðasti rokkari landsins, Guðmundur Rúnar Júlíusson, eða Rúni Júl eins og hann var kallaður.

Rúnar var virkur í tónlistinni fram á síðasta dag, en aðeins nokkrum dögum fyrir andlátið sendi hann frá sér þrefaldan safndisk með yfirliti yfir glæstan feril sinn.

Banamein Rúnars var hjartaáfall, en Rúnar var akkúrat á sviði þegar hann kenndi sér meins. Útgáfufyrirtækið hans Gimsteinn hélt árlega útgáfukynningu á veitingastaðnum Ránni og var það þar sem Rúnar var að fara á svið til að syngja, þegar hann kennir sér meins er hann teygir sig eftir gítarnum sínum. Var hann í kjölfarið fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést.

Bubbi Morthens heiðrar minningu rokkkóngsins og birtir gamla mynd af sér með Rúnari á Twitter í dag með yfirskriftinni „Rúnar Júlíusson Minningin lifir um góðan dreng (13 April 1945 – 5 Desember 2008).“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -