Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Bubbi nánast orðlaus: „Þetta er orðið algjört aumingjaþjóðfélag“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Traustið er horfið,“ sagði Bubbi í samtali við Vísi. Sagðist hann ennfremur vera hálf orðvana um þetta klúður. „Þetta er orðið algjört aumingjaþjóðfélag. Ég hef trúað ýmsu upp á Íslendinga en ég hefði ekki trúað því að óreyndu uppá okkur að við gætum ekki haldið kosningar í þessu samfélagi. Ég verð að segja það. Ég er niðurbrotinn.“

Segist Bubbi hafa séð eitt og annað um ævina og orðið vitni af ýmsu, til að mynda tali um samtryggingu, einkavinavæðingu, spillingu og fleira en að hann hefði aldrei trúað að þetta myndi raungerast á þennan hátt. „Ég hélt að kosningarnar væru eitthvað sem mætti treysta.“

Þá segist Bubbi algjörlega klossbit yfir því að einhverjir menn stígi fram og játa það að þeir hafi vissulega brotið lög en það hafi þeir alltaf gert og því væri um hálfgerða hefð að ræða. Aukinheldur spyr Bubbi; „Hvar annars staðar í hinum siðmenntaða heimi nema á Íslandi kæmi svona fram og það er ekki einn þungavigtarmaður í íslenskri pólitík þannig séð sem stígur fram og segir: Þetta er ekki boðlegt. Það þarf að kjósa aftur og ég er búinn að missa trúna á hvernig við stöndum að kosningum. Ég á ekki orð, þó að ég sé með eitthvað gaspur. Ég eiginlega orðlaus.“

Að endingu segir hinn eiginlega orðlausi Bubbi; „Og enginn stígur fram nema gamli karatemeistarinn Karl Gauti Hjartason sem kærir! Að formenn flokkanna hafi ekki stigið fram og sagt, þetta er ekki í lagi, það slær mig illa. Þá fer maður að hugsa: Eru þau bara kampakát og glöð með þetta? Af því að það hentar í það skiptið?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -