Bubbi og Jakob Bjarnar takast á um sóttvarnir: „Þið kóvidar verðið að fara að slaka á“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Sæll og blessaður herra Orwell. Ég held að þið kóvitar verðið aðeins að fara að slaka á,“ segir Jakob Bjarnar Grétarsson í svari við færslu sem Bubbi Morthens skrifaði á Facebook. Þeir félagar er báðir fyrir að hafa skoðanir á hlutunum og hika ekki við að tjá sig um þær.

Núna eru þeir á öndverðum meiði. Færsla Bubba er eftirfarandi:

„Miðað við viðbrögð sumra um að réttur þeirra til þess að smita mögulega aðra vegi þingra en almanna heilli Segir mér við gætum átt lokað sumar framundan en samt vona maður það besta.“

Jakob er fljótur til andsvara, telur brotið á fólki, og segir: „Þú ert nú eiginlega búinn að snúa þessu á haus. Hér er um að ræða að frelsi fólks er skert á þeim forsendum að einhverjir hafi brotið reglur um sóttkví. Gerir þú þér grein fyrir því hvað þetta þýðir? Ég skal taka af þér ómakið: Þessar forsendur þýða takmarkalausar valdheimildir til frelsissviptinga. 1984 góðan daginn. Sæll og blessaður herra Orwell. Ég held að þið kóvitar verðið aðeins að fara að slaka á.“

Bubbi tekur því ekki þegjandi frekar en öðru og svarar Jakobi: „Rólegur, við erum í miðum heims faraldri og þetta eru ýktar aðstæður og mér getur ekki verið meira sama um fólk sem þarf að dvelja i 5 daga á hóteli. Við erum í miðjum hamförum vinur.“

Erling stekkur á vagninn í umræðunni og tekur undir með Bubba: „Meistari Jakob, til lukku með daginn, það ert þú sem snýrð þessu á haus með kóvitana, kóvitar eru þeir sem vita allt betur en Þórólfur. Það er Þórólfur sem er að brasa við að gera sóttkví þannig úr garði að hún haldi fyrir vitleysingum, Orwell er alveg sallarólegur yfir þessu og sendir þér afmæliskveðju.

Jakob Bjarnar þakkar kveðjuna en segir orðið eiga betur við um þá sótthræddu sem séu viti sínu fjær.

Hreiðar á dóttur sem var í sóttkví erlendis og er með skoðanir á þessu: „Það kann að koma á óvart en alþjóðlegar sóttvarnir snúast ekki um það hvort Jakob Bjarnar Grétarsson er hræddur eða ekki. Allir Íslendingar hafa misst frelsi vegna faraldursins. Þessir örfáu vælukjóar, sem fá mestu athyglina núna, eru trúlega einstaklingar sem fengu forgang að bóluefni og urðu samstundis bæði óhræddir við sjúldóminn. Það á allavega við um þennan eina sem ég þekki í hópnum sem nú er fyrir dómi.“ Og Hilmar segir Íslendinga mega þakka fyrir frelsið. „Sums staðar er útgöngubann. Ekki viljum við það.“
En Jakob er ekki af baki dottinn og stendur fast á sínu. „The devil is in the details. Þetta snýst um prinsipp. En ég geri ekki þá kröfu að fólk sem heldur að þetta snúist um að vorkenna fólki að vera læst inná hótelherbergi skilji það.“

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -