• Orðrómur

Bubbi studdi Sölva en hætti svo við: „Ég datt í þessa holu um daginn“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Í kjölfar þess að fjöl­miðlamaður­inn Sölvi Tryggva­son steig fram og fullyrti að hann væri ekki sá þjóðþekkti maður sem átti að hafa gengið í skrokk á vændiskonu nýverið, lýstu margir yfir stuðningi sínum við hann. Þeirra á meðal var Bubbi Morthens, en hann skrifaði stuðningsorð undir færslu Sölva á Instagram.

Nú virðast hins vegar hafa runnið á Bubba tvær grímur ef marka má orð hans á Twitter:

„Maður þekkir mann og maður hugsar ekki hann. Sama segir fólk sennilega um þann sem misnotaði mig. Ég datt í þessa holu um daginn nú hugsa ég hvers vegna ekki hann, ég er mannlegur og blinda sjálfan mig þannig getur það líka verið.“

Eins og má lesa úr orðum Bubba hefur hann sjálfur orðið fyrir misnotkun. En um það hefur hann meðal annars fjallað í ljóðabók sinni Rof, sem kom út árið 2018. Sjálfur hefur Bubbi lýst bókinni sem að hún sé að einhverju leyti hans áfallasaga.

- Auglýsing -

Í ljóðum sínum horfir Bubbi til baka og tekst á við kynferðislega misnotkun sem hann varð fyrir í æsku og hefur haft mikil áhrif á líf hans allar götur síðan.

Bubbi deilir líka lagi sínu Skilaðu skömminni í annari færslu á Twitter og í þeirri þriðju skrifar Bubbi „Skömmin drepur“ og deilir ljóði úr ljóðabók sinni sem ber nafnið Skömmin.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -