Fimmtudagur 30. mars, 2023
5.8 C
Reykjavik

Búin að fá nóg af Íslandi – „Ég hef ekkert meira að gefa hér á landi“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Þetta gerði útslagið fyrir mig á Íslandi,“ skrifa Wictoria Joanna Ginter, Pólsk kona sem hefur verið búsett á Íslandi í 14 ár, í opinni færslu á Facebook.

„Takk fyrir allt sem þið hafið kennt mér um ykkur á 14 árum. Ég er búin að missa vonina um að vera nokkurn tíma meðtekin inn í íslenskt samfélag. Ég hef ekkert meira að gefa hér á landi”.

Allt leit vel út

Hún segist hafa lagt hart að sér ð leita að starfi sem myndi henta hennar hæfileikum, reynslu og menntun. Oft hafi hún sótt um störf sem ekki kölluðu einu sinni á hennar reynslu og getu. Hún hafi sjaldan sem aldrei fengið svar, hvað það boð í viðtal. Fyrst hafi hún einfaldlega talið að eftirspurn eftir störfum væri þetta mikil en smám saman hafi hana farið að gruna að erlent nafn hennar hefði eitthvað með þetta að gera.

„Ég var næstum búin að gefa upp vonina þegar ég sá auglýsingu frá Marriot hótelkeðjunni, alþjóðlegri keðju hótela sem hefur á sér ákaflega gott orð. Ég sótti um stöðu veitingastjóra og var boðuð í viðtal næsta dag. Ég fór í gegnum flókið ráðningarferli og fékk hæstu mögulegu niðurstöðu og var sagt að það væri bókstaflega enginn annar á Íslandi sem myndi valda stöðunni”.  Hún segir að væntanlegur yfirmaður væri erlendur aðili með mikla reynslu af því að opna hótel víða um heim, hún fékk að ráða sér aðstoðarmann og allt leit afar vel út.

Vildu ekki útlendan starfsmann

- Auglýsing -

Wictoriu var brugðið þegar hún fékk drög að samningnum frá íslenska mannauðsstjóranum, föst laun og enga greidda yfirvinnu, þrátt fyrir að hafa dregið verulega í land með launakröfur. Þegar hún sagðist ekki geta skrifað undir að óbreyttu var henni sagt að íslenski mannauðsstjórinn væri „ekki ánægður með framkomu hennar”. Hún ræddi við  væntanlegan yfirmann sinn sem sagði að atvinnutilboðið væri dregið til baka þar sem matreiðslumennirnir og mannauðsstjórinn vildu EKKI ÚTLENDAN STARFSMANN!“

Wictoria var þá búin að segja upp starfi sínu til að taka við nýju stöðunni. „Ég hef gefið Íslandi 14 bestu ár lífs míns. Ég hef aðlagast landinu fullkomlega, lært tungumálið og unnið við að koma íslenski náttúru og menningu á kortið. Ég hef verið virk í atvinnulífinu og starfað í þágu íslenskra stjórnmála. Ég á vini hérna, gifti mig hérna og eignaðist tvö yndisleg börn hér á landi.

En ég er ekki innfædd og ber ekki íslenskt nafn. Ég á ekki skilið að vera aðili á íslenskum vinnumarkaði því ég á ekki íslenskt vegabréf. Allt sem af mér er ætlast er að þrífa heima hjá fólki sem margt hvert ekki hefur sömu menntun og getu á vinnumarkaði og ég hef. Ég hef farið fram á íslenskan ríkisborgararétt sem ég fæ ekki því það eru gerðar kröfur um ákveðna fjárhagslega stöðu sem ég get ekki sýnt fram á, meðal annars vegna ástandsins í kjölfar Covid“.

Í þokkabót segr hún Útlendingastofnun hafa týnt öllum hennar pappírum og aldrei svarað tölvupósti.

- Auglýsing -

Ísland hefur barið mig niður

Wictoria segir Ísland hafa barið sig niður og hún hafi engan kraft til að berjast á móti lengur. Hún hafi gefið sig alla í að vera virkur meðlimur í samfélaginu en sannleikurinn sé sá að sama hvað maður reyni, sama hvað maður afreki, sama hvaða færni og hæfileika maður hafi, verði það aldrei nógu gott ef þú sért ekki innfæddur.

„Þú verður alltaf utanveltu, innflytjandi, útlendingur. Íslendingar segja sig eiga framsýnt samfélag, byggt á jafnræði sem taki vel á móti öllum. Það er langt frá því að vera rétt.  Ekki þykjast og sýnið velsæmi. Ég hef ekki meira að segja,“ segir Wictoria.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -