Fimmtudagur 11. ágúst, 2022
9.8 C
Reykjavik

Búist við jökulhlaupi úr Grímsvötnum – Íshellan hopar nú mun hraðar

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Lögreglan á Suðurlandi varar við ferðum í nálægð við Grímsvötn og Grímsfjall. Ástæðan er jökulhlaup sem grunur er um að hefjist von bráðar úr Grímsvötnum.

Komið hefur í ljós að íshellan í Grímsvötnum sígur mun hraðar en hún hefur gert síðustu tvo sólarhringa eða alls um 55 sentímetra á dag. Ekki mælir Veðurstofa Íslands enn hlaupvatn í Gígjukvís en telur þó margt benda til þess að hlaup sé að vænta úr Skeiðarárjökli.

Rúv segir frétt af þessu í dag. Samkvæmt henni er mikill vindur á svæðinu og truflar hann gasmælitæki við jökulinn en þeir geta gefið vísbendingar um að hlaup eða jafnvel gos sé að hefjast. Hópur frá Veðurstofunni og Háskóla Íslands fer að Grímsvötnum í dag til að framkvæma frekari rannsóknir en enginn gosórói hefur mælst á svæðinu fram að þessu.

Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar á Suðurlandi að vegna þess að íshellan í Grímsvötnum er farin að síga, geta myndast hættulegar jökulsprungur á ferðaleiðum. Þar að auki geta myndast sprungur yfir hlaupfarveginum sem liggur austan við Grímsfjall og niður Skeiðarárjökul.

Einnig segir lögreglan að dæmi séu til um eldgos í lok jökulhlaupa í Grímsvötnum, með tilheyrandi öskufalli. Ef eldgos hefst getur verið, eðli málsins samkvæmt, mjög hættulegt að vera á jöklinum. Hefur lögreglan í samráði við Jöklarannsóknarfélagið ákveðið að loka skálum í Grímsfjalli á meðan ástandið er viðvarandi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -