Buxur á röngunni nýjasta tíska

Deila

- Auglýsing -

Tískuverslanir reyna nú að koma gallabuxum sem líta út fyrir að vera á röngunni í tísku. En hinn almenni neytandi virðist ekki vera spenntur.

Nýjar buxur frá breska merkinu Boohoo hafa vakið mikla athygli síðan þær voru settar á sölu. Um gallabuxur er að ræða en það sem er óvenjulegt við buxurnar er að þær eru hannaðar þannig að þær líta út fyrir að vera á röngunni. Buxurnar sem um ræðir fást á vef Boohoo og kosta 22 pund sem gerir um 3.500 krónur.

Buxurnar virðast ekki vera að höfða til hins hefðbundna neytenda eins og sjá má í athugasemdakerfum á samfélagsmiðlum Boohoo.

Þetta er svo heimskulegt.

„Borgaðir þú fyrir að klæðast buxum á röngunni þegar þú hefðir getað gert það ókeypis,“ skrifaði einn tískuunnandi við mynd á Instagram-síðu Boohoo. „Ég mun aldrei kaupa svona hræðilegar gallabuxur,“ skrifaði annar. „Þetta er svo heimskulegt,“ sagði enn annar.

Annar Instagram-notandi benti á að þeir sem klæðast þessum buxum líta út fyrir að hafa klætt sig í myrkri.

En tískuverslunin Boohoo er ekki eina verslunin sem selur gallabuxur á „röngunni“ um þessar mundir því á vefnum Farfetch er hægt að kaupa gallabuxur sem virðast vera á röngunni frá merkinu Unravel Project. Þær buxur eru töluvert dýrari og kosta um 40.000 krónur á útsölu.

- Advertisement -

Athugasemdir