2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Býður nágrönnum sínum í jóga í sólinni

Ingunn Fjóla er nýútskrifaður jógakennari. Hún býr á Leifsgötu og nýverið ákvað hún að nýta góða veðrið, sem hefur leikið við höfuðborgarbúa undanfarið, til hins ýtrasta og bjóða nágrönnum sínum í útijóga.

 

Spurð út í hvernig hugmyndin kviknaði segir Ingunn: „Leifsgata er, eftir minni bestu vitund, krúttlegasta gata í Reykjavík, mögulega á landinu öllu. Hér er mjög fallegt nágrannasamfélag og ég á marga góða og trausta vini í stigaganginum og næstu húsum. Lífið á Leifsgötu er leikandi létt og fullt af gleði og kærleika. Þetta er mín tilraun til að gefa nágrönnum mínum það sem ég hef fengið í gjöf í gegnum jóga.“

Ingunn bætir við að eitt af hennar uppáhaldsorðum þessa dagana sé „samvera“. Þess vegna fannst henni tilvalið að bjóða nágrönnum sínum að eiga notalega samverustund í garðinum hennar.

„Það er svo nærandi að finna áhuga fyrir samsköpun og samveru.“

Aðspurð hver viðbrögðin við þessu framtaki hennar hafi verið segir Ingunn þau hafa verið mjög jákvæð. „Ég hef fengið mjög góðar undirtektir, viðbrögðin hafa eingöngu verið jákvæð og ég er í skýjunum. Það er svo nærandi að finna áhuga fyrir samsköpun og samveru.“

AUGLÝSING


Ingunn segir að útijógatímarnir verði klárlega haldnir oftar í sumar. „Þetta var mjög nærandi og gefandi og mig langar innilega að gera þetta að reglulegum viðburði í götunni minni í sumar.“

Ingunn ætlar að halda áfram að bjóða nágrönnum sínum í útijóga í sumar.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is