Föstudagur 14. febrúar, 2025
4.8 C
Reykjavik

Byggingafulltrúi krefst svara vegna óleyfisbyggingar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Byggingafulltrúi Árneshrepps á Ströndum mun krefjast svara hjá Magnúsi Karli Péturssyni, hótelstjóra á Djúpavík, varðandi byggingu sem hann og fjölskylda hans reisti í leyfisleysi á landi sem þau eiga ekki. Magnús er tengasonur Evu Sigurbjörnsdóttur, oddvita hreppsins.

Líkt og Mannlíf greindi frá reisti fjölskylda oddvitans byggingu á landi sem hún á ekki. Þar að auki var byggingin reist í leyfisleysi. Bæði Grettir Örn Ásmundsson, byggingafulltrúi hreppsins, og Þórður Már Sigfússon, skipulagsfulltrúi hreppsins, gagnrýndu óleyfisframkvæmdina. Sá fyrrnefndi segist ætla að ræða við fjölskylduna fljótlega þegar Mannlíf leitaði svara við því hversu langan frest oddvitafjölskyldan fái til að leysa úr flækjunni og þá hvaða aðgerða megi vænta leysist hún ekki. „Góð spurning, en ég þarf að hafa samband við þau innan skamms, það er alveg á hreinu,“ segir Grettir.

Forsaga málsins er sú að fjölskyldan fékk fyrir mörgum árum svokallað stöðuleyfi fyrir því að koma fyrir gámum á landi í Djúpavík á Ströndum. Undanfarin ár hefur fjölskyldan síðan byggt í kringum þessa gáma en fyrir því liggja ekki leyfi frá hinum opinbera. Samkvæmt heimildum Mannlífs á Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., umrædda lóð sem byggingin stendur á.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -