2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Celine Dion gefur út þrjú ný lög og heimstónleikaferðalag framundan: „Ég hef mína galla, mín ör að fela“

Í dag sendi söngkonan Celine Dion frá sér þrjú lög af væntanlegri plötu, Courage (Hugrekki), sem kemur út 15. nóvember.

Platan er tólfta plata hennar á enskri tungu, en sú síðasta, Love Me Back To Life, kom út árið 2013. Tónleikaferðalagið byrjar í Quebec í Kanada, en alls heldur Dion tónleika í 50 borgum. (Rétt er að taka fram að þó að tónleikarnir heiti World Tour, þá eru einungis tónleikar framundan í Kanada og Bandaríkjunum). Um er að ræða fyrsta tónleikaferðalag hennar eftir andlát eiginmanns hennar og umboðsmanns, René Angélil, sem lést árið 2016.

„Við göngum öll í gegnum erfiðleika. Hvort sem það er að missa ástvin, sjúkdómar, eitthvað sem við þurfum að berjast við, eitthvað sem lífið lætur okkur takast á við,“ segir Dion um af hverju hún valdi nafnið Courage (Hugrekki) á tónleikaferðalagið og plötuna.

„Og ég tel að ég hafi gengið í gegnum margt. Lífið gaf mér verkfæri til að finna minn innri kraft, að finna hugrekkið til að halda áfram. René vildi að ég færi aftur á svið. Hann vildi vera viss um að ég myndi halda áfram að vinna við ástríðu mína og ég vildi fullvissa hann um að mér liði vel. Okkur mun vegna vel, ég er með þetta.“

AUGLÝSING


Las Vegas sýningum Dion lauk í júní, en þær voru 427 talsins frá 15. mars 2011 til 8. júní 2019. Tvær milljónir gesta sáu þær sýningar, og er Dion annar tekjuhæsti listamaðurinn sem komið hefur fram í Las Vegas, á eftir sjálfum rokkkonunginum Elvis Presley.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is