Söngdívan kanadíska, Celine Dion, var nýverið greind með sjaldgæfa taugaröskun sem heitir kallast Stiff Person Syndrome (SPS).
Vegna þessa þarf söngkonan að hætta við tónleika sína sem voru áætlaðir á næsta ári.
Celine Dion sagði frá sjúkdómsgreiningunni á samfélagsmiðlinum Instagram. Sjúkdómurinn hefur þau áhrif að hún á erfitt með að gang og söng:
„Ég er búin að glíma við veikindi lengi og það hefur tekið mikið á mig að horfast í augu við þessar áskoranir og að tala um allt sem ég hef gengið í gegnum. Þessir krampar hafa því miður afar mikil áhrif á mitt líf; valda mér mikilli truflun þegar ég geng; ég get ekki notað raddböndin lengur til að syngja.“
Þess má geta að Celine Dion, sem sigraði í Eurovision árið 1988 fyrir hönd Sviss, hefur selt tæplega 250 milljónir eintaka af plötum sínum á ferlinum.