Þriðjudagur 23. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

„Co­vid-19 veldur ó­reglu­legum blæðingum – Hætta á ó­tíma­bærum dauðs­föllum móður og fósturs“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það þarf að skoða þessar til­kynningar til að sjá hvort það sé or­saka­sam­hengi. Til­kynningar þýða ekki að það sé sannað að þetta sé af­leiðing hins; ná­kvæm­lega eins og til­kynningar um allar aðrar auka­verkanir,“ segir sérnámslæknirinn í lyf­­lækningum, Jón Magnús Jóhannesson, sem starfar á Landspítalanum.

Jón segir að það komi ekki á ó­vart að konur geti fengið ó­­­reglu­­legar blæðingar eftir bólu­­setningu við Co­vid-19 enda þekkist slíkt af öðrum bólu­efnum og sjúk­­dómum og gæti allt eins skýrst af hita og bólgum á Land­­spítalanum.

Greint hefur verið frá því að sjötíu og átta tilkynningar sem snúa að tíða­hring kvenna íkjöl­far bólu­setningar hafi borist Lyfja­stofnun.

Jón telur að ekki hafi verið sýnt fram á klárt or­saka­sam­hengi milli bólu­setninganna og breytinga á tíða­blæðingum en þetta hafi hins vegar verið tals­vert rannsakað er­lendis – í löndum þar sem mun fleiri hafa verið bólu­settir en hér á Íslandi; nefnir þó að slíkar breytingar hafi sést í tengslum við önnur bólu­efni og aðra sjúk­dóma.

„En þá er þetta aldrei lang­vinn breyting sem hefur á­hrif á tíða­blæðingar til lengri tíma eða nokkra aðra þætti sem tengjast frjó­semi; við höfum séð að á­stæður hita – hvort sem það er bólu­setning eða Co­vid-19 eða aðrir sjúk­dómar – geta valdið ó­reglu­legum blæðingum hjá konum.“

Jón nefnir Co­vid-19 og „að það sem við höfum séð með Co­vid-19, er að það velduró­reglu­legum blæðingum og er náttúru­lega hættu­legt á með­göngu út af því; eykur hættu á skað­legum fylgi­kvillum þungunar; ó­tíma­bærum dauðs­föllum bæði móður og fósturs, en blessunar­lega í sjald­gæfum til­fellum – en við höfum séð það,“ segir Jón sem var til viðtals við Reykjavík síðdegis.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -