Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Covid-veikur Grímur kom Helgu Völu á óvart á afmælisdaginn: „Það brast á með söng í götunni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Afmælisbarn dagsins er engin önnur en Helga Vala Helgadóttir, leikkona, lögmaður og þingkona Samfylkingarinnar. Um er að ræða stórafmæli en hún er hálfrar aldar gömul í dag.

Helga Vala hefur í gegnum tíðina fengist við ýmislegt en hún útskrifaðist sem leikkona frá Leiklistarskóla Íslands árið 1998 en hún hefur ekki langt að sækja leikhæfileika sína. Foreldrar hennar voru báðir leikarar, þau Helgi Skúlason og Helga Bachmann. Þá er hún einnig með mastersgráðu í lögfræði. Hún hefur meðal annars unnið sem leikkona og leikstjóri, dagskrárgerðarkona í útvarpi, blaðakona á Mannlífi og svo hefur hún rekið eigin lögmannsstofu. Árið 2016 var hún kosin á þing fyrir Samfylkinguna og hefur verið á þingi síðan. Eiginmaður Helgu Völu er Grímur Atlason, framkvæmdarstjóri en saman eiga þau tvö börn en þau eiga svo eitt barn hvort úr fyrri samböndum.

Mannlíf sló á þráðinn hjá henni og spurði hana hvort hún ætlaði að fagna deginum á einhvern hátt.

„Ég hélt að ég væri að fara í látlaust kaffi með yngri dóttur minni en við erum tvær einar í augnablikinu. Yngsti sonur minn býr á Ísafirði og maðurinn minn er með Covid úti í bæ. En þá hafði Grímur verið búinn að skipuleggja eitthvað óvænt partý. Það brast á með söng í götunni og ruddust inn dásamlegir vinir og fjölskyldumeðlimir. Þannig að þetta var mjög óvænt. Þetta var yndislegt. Hann náði mér alveg, ég var búinn að segja við hann að vegna þessarar leiðinlegu veiru vildi ég fresta afmælinu algjörlega í eina viku. En hann var nú ekki alveg sammála því.“

En ætlar hún að halda eitthvað frekar upp á daginn í dag?

„Já, ég ætla að halda upp á daginn með því að ræða geðheilbrigðismál við heilbrigðisráðherrann. Mér finnst það ágætis verkefni á fimmtugsafmæli. En svo er ég að hugsa að halda bara almennilega upp á afmælið með vorinu, ég er svo mikil vormanneskja.“

- Auglýsing -

Mannlíf óskar Helgu Völu innilega til hamingju með stórafmælið!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -