Sunnudagur 2. október, 2022
7.8 C
Reykjavik

Daginn sem Eva óskaði eftir samúð samfélagsins var henni birt ákæra fyrir að hóta ungbarni lífláti

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Embætti lögreglustjórans á Austurlandi ákærði Evu Marý Þórönnudóttur fyrir að hóta ungbarni lífláti. Henni var birt ákæran sama dag og hún leitaði á náðir samfélagsins með því að óska eftir fjárstuðningi.

Það er rúm vika síðan málið var tekið fyrir og í dómsorði kemur kemur fram að ákæran hafi snúist um hótanir Evu Marý í gegnum færslur á Facebook. Hótanirnar snérust um að skaða ungabarn. Skilaboð hennar hljóðuðu svo:

,„Ég hef engu að tapa“

„Ég hef misst allt“

„Það gerir mig hættulega“

„Já þetta er hótun“

„Ég kem heim til ykkar og ég kæfi barnið þitt“

- Auglýsing -

„Mér er skítsama“

„Ég væri að gera því greiða“

Evu var birt ákæran 28. desember síðastliðinn. Þann sama dag steig hún fram og lýsti yfir erfiðleikum sínum. „Ég vil endilega vekja athygli á sögu minni og hvetja fleiri til að leita sér hjálpar. Því það er svo mikilvægt. Grípa inn í áður en Guð sjálfur gerir það,“ sagði Eva þá í samtali við Mannlíf.

Eva bað netverja um fjárstuðning til að komast í meðferð.

Móðir Evu lést þegar hún var aðeins 36 ára gömul og síðan þá hefur Eva átt mjög erfitt. Meðal annars segist hún hafa verið lamin sundur og saman í ofbeldissambandi og glímt við lyfjanotkun og áfallastreituröskun. Hún sendir út neyðarkall til samfélagsins þar sem hún óskaði eftir fjárstuðningi.

Á þriðjudaginn síðasta var Eva svo dæmd vegna hótananna. Hlaut hún fjögurra mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -