• Orðrómur

Dagný lést á Tenerife: „Við stöndum hljóð eftir í sorg okkar“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Í dag fer fram frá Þorlákskirkju útför Dagnýjar Erlendsdóttur sem var bráðkvödd á Tenerife í síðasta mánuði. Þar ætlaði hún að dvelja í tvær vikur en lést á þriðja degi, aðeins fimmtug að aldri.

Dagný fæddist á Selfossi þann 14. september 1970. Hún lætur eftir sig eiginmann og þrjú uppkomin börn.

Árið 1994 útskrifaðist Dagný úr Fóstruskóla Íslands og var sama ár fastráðin leikskólakennari við leikskólann Bergheima í Þorlákshöfn. Árið 1999 tók hún við starfi aðstoðarleikskólastjóra við sama skóla og árið 2017 til 2020 var hún leikskólastjóri Bergheima.

- Auglýsing -

Dagnýjar er minnst með miklum söknuði í Morgunblaðinu í dag. Er henni lýst sem mikilli fjölskyldumanneskju, vinamargri, fullri af hlýju og ást, ósérhlífinni, hörku duglegri og glæsilegri konu.

„Allir sem þekktu Dagnýju móðursystur mína vita hversu góð, falleg, dugleg, félagslynd og hjálpsöm hún var. Henni fannst mjög gaman að gera sig fína, var alltaf glæsileg hvort sem hún var uppáklædd eða ekki.“

Frændsystkin Dagnýjar segja minningar um gleðiríkar æskustundir í sveitinni hjá ömmu þeirra og afa í Björk streyma fram ásamt minningum um fjölskyldusamverur við leik og störf.

- Auglýsing -

„Hún hafði sterka útgeislun og hreyfði við tilverunni með glaðværð og dillandi hlátri. Dagný var félagslynd og ræktarsöm við vini og vandamenn með sínu umvefjandi og hjartahlýja fasi. Hún var víðförul heimskona með sterkar rætur í íslenskri náttúru og samfélagi.“

Segja þau Dagnýju hafa verið góða fyrirmynd í því að njóta lífsins með jákvæðni og ósérhlífni til hverra verka að leiðarljósi.

„Við systkinabörnin stöndum hljóð eftir í sorg okkar við ótímabært fráfall vandaðrar frænku okkar.“

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -