Mánudagur 27. mars, 2023
0.8 C
Reykjavik

Dagur B. leggur Borgarskjalasafn niður: „Stefnumarkandi ákvörðun“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Borgarskjalasafn Reykjavíkur verður lagt niður. Stefnt er að því að spara milljarða með þessu.

Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag tillögu borgarstjóra, Dags B. Eggertssonar, þess efnis að leggja niður Borgarskjalasafn.

Var tillaga Dags kynnt á borgarráðsfundi fyrir tveimur vikum; afgreiðslu hennar var frestað þangað til í dag.

Byggir tillagan á samantekt KPMG, sem fór yfir stöðuna í rekstri Borgarskjalasafns og hvaða möguleikar væru í boði.

Í skýrslu KPMG voru nefndar þrjár leiðir; að reka Borgarskjalasafn áfram í núverandi mynd; að auka samstarf við Þjóðskjalasafn, meðal annars um byggingu nýs skjalasafns; að leggja Borgarskjalasafn niður í núverandi mynd, og flytja starfsemi sína til Þjóðskjalasafns.

- Auglýsing -

Kom á daginn að síðasti kosturinn var talinn heppilegastur.

Sagði borgarstjóri í samtali við ruv.is að borgarráð hafi tekið stefnumarkandi ákvörðun en að málið eigi eftir að fara fyrir borgarstjórn.

- Auglýsing -

„Sú [leið] sem varð fyrir valinu fólst í að hefja viðræður við Þjóðskjalasafn um sameiginlega stafræna varðveislu og í raun sameiningu þessara safna. Það myndi þýða að Borgarskjalasafn í núverandi mynd myndi ekki vera sjálfstæð eining.“

Bætir við um framhaldið:

„Það mun velta á því hvernig viðræðum miðar, hvaða niðurstaða verður þar og hvaða heildarniðurstaða verður á þessum varðveislumálum í landinu í heild.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -