Föstudagur 29. mars, 2024
2.8 C
Reykjavik

Dagur borgarstjóri var sleginn eftir skotárás: „Ég hef hugsað ýmislegt síðustu daga“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Við uppgötvuðum þetta þegar konan mín sótti mig í vinnuna í Ráðhúsið undir kvöld á laugardaginn. Þegar ég er að stíga inn í bílinn tek ég eftir gati á miðri farþegahurðinni. Ég tilkynnti það til lögreglu sem brást hratt við og fengum að vita að fundist hefðu kúlur í hurðinni. málið hefur verið til rannsóknar síðan.“

Þetta sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í samtali við Vísi eftir að hafa uppgötvað að skotið hefði verið úr byssu í gegnum farþegahurð á fjölskyldubílnum. Dagur er verulega sleginn vegna skotárásarinnar og hefur hús hans verið vaktað af lögreglu frá því á laugardag. Þá segir borgarstjórinn að hann hafi enga hugmynd um hverjir árásarmennirnir kunni að vera.

Í fyrstu ýtti Dagur þeirri hugmynd frá sér að eitthvað óeðlilegt hefði átt sér stað og fannst fjarstæðukennt að hugsa til þess að skotið hefði verið á bílinn en þegar lögregla tilkynnti honum að um byssukúlur væri að ræða, hafi honum verið mjög brugðið. Dagur bætir við að hann hafi aldrei lent í því á sínum pólitískaferli að upplifa nokkuð í þessa veru. Þá segir Dagur einnig við Vísi:

„Ég er auðvitað í stjórnmálum og það ganga stundum gusurnar þar en þetta heggur að heimilinu, þar sem ekki bý bara ég heldur fjölskylda mín. Þeir sem eru mér kærastir, kona mín, börnin mín. Já, þetta hefur óneitanlega áhrif.“

Dagur tjáði sig einnig við vef Ríkisútvarpsins. Þar sagði Dagur að ekki hafi verið nokkuð eðlilegt við gatið sem myndaðist eftir byssukúluna.

„Þetta er nýlegur og sterklegur bíll og þarna var gat í gegn. En þetta er samt eitthvað sem maður ýtir svolítið frá sér þar til maður fær staðfestingu á því, vegna þess að í mínum huga er brotið blað með svona atburði.“

- Auglýsing -

Dagur var einnig spurður á RÚV hvort hann hefði velt fyrir sér að hætta í stjórnmálum eftir þessa reynslu. Svar Dags var eftirfarandi: „Ég hef hugsað ýmislegt síðustu daga.“

Þá sagði Dagur einnig í samtali við Vísi:

„Við höfum gengið út frá því að við búum í friðsömu samfélagi og ótrúlega sárt ef sá tími tilheyrir bara fortíðinni.“

Hér má horfa á viðtal við Dag B. Eggertsson á Vísi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -