Fimmtudagur 7. desember, 2023
2.8 C
Reykjavik

Dagur íhugar stækkun bannsvæðis: „Eigum ekki að búa við að banaslys verði innan borgarmarkanna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vill ekki útiloka að banna rútuakstur á stærra svæði í miðborginni eftir banaslys um helgina, en ungur maður lést í umferðarslysi sem varð á gatnamótum Barónsstígs og Grettisgötu um helgina; stendur rannsókn á tildrögum slyssins enn.

Lögreglufulltrúinn Guðmundur Páll Jónsson segir að líklega hafi maðurinn keyrt á rafhlaupahjóli inn í hliðina á hópferðabíl, en hann var á eigin hjóli.

Lögreglan er með hjólið til rannsóknar til að kanna á hvaða hraða það var á þegar slysið varð.

Banaslysið varð um klukkan níu um kvöld, og kolniðamyrkur á gatnamótunum:

„Þetta er algjörlega hörmulegt slys og mjög eðlilegt að það sé farið yfir ýmsa hluti þegar svona gerist,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, en rútur mega ekki aka á tilteknu svæði í miðborginni; slysið átti sér stað rétt fyrir utan bannsvæðið, en á báðum götum er 30 kílómetra hámarkshraði:

„Við höfum bannað akstur stórra bíla á stóru svæði, fyrst 2015 og svo stækkuðum við svæðið 2017. Við höfum alls ekki útilokað að gera þær breytingar eins og reynslan sýnir okkur að gæti verið skynsamlegt að gera. Og horfum á aðgerðir og breytingar á regluverki sem því tengist. Því við tökum umferðaröryggi alvarlega og að mínu mati eigum við alls ekki að búa við það að banaslys verði innan borgarmarkanna. Og á hverjum tíma séum við að bregðast við og fylgjast með þróuninni og gera það sem gera þarf til að búa í eins öryggri borg og nokkur er kostur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -