Laugardagur 14. september, 2024
4.8 C
Reykjavik

Daníel heldur styrktartónleika: „Ég vil launa lífgjöfina og láta gott af mér leiða”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þann 3. september fékk Daníel Wirkner gullsmíðanemi flogakast um borð í flugvél Icelandair á leið frá Spáni til Keflavíkur.

 

Honum til happs voru Hlynur Löve læknir og Anna Linda Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur um borð í flugvélinni og með skjótum viðbrögðum þeirra og góðri aðstoð áhafnar vélarinnar tókst að bjarga lífi Daníels. Flugvélinni var neyðarlent í Dublin á Írlandi. Mannlíf tók viðtal við Daníel sem birtist í blaðinu 20. september.

Sjá einnig: „Lífsbjörgin segir mér að ég á greinilega að gera meira í lífinu en að fá flog“

Súrefnismettunarmælar eru ekki um borð í flugvélum almennt, en Hlynur hafði á orði, að hans vinna myndi hafa verið mun auðveldari, hefði hann haft slíkan mæli við hendina.

„Ég vil launa lífgjöfina og láta gott af mér leiða,” segir Daníel. Hyggst hann safna fyrir súrefnismettunarmælum og setja í allar velar flugflotans. Leitaði hann til nokkurra valinkunnra listamanna um aðstoð og tóku þeir allir vel í beiðnina.

Lauf, félag flogaveikra á Íslandi leggur Daníel lið og verða haldnir styrktartónleikar í Gamla bíói, miðvikudaginn 30. október kl. 20 undir yfirskriftinni „Flog er ekki til fagnaðar.“
Miðaverð er 4.500 kr. og er hægt að panta miða á netfanginu [email protected].

- Auglýsing -

„Mál þetta varðar alla þjóðina, því þetta litla tæki sem um ræðir, getur skipt sköpum í neyðartilvikum,” segir Daníel.

Það verða engir byrjendur sem stíga á stokk í Gamla bíói: KK, Stebbi Jak og Andri Ívars, Dagur Sig, Laddi og Leikhúsbandið, Eyþór Ingi, Ísold Wilberg, Pétur Örn og Ari Eldjárn.

Kynnar eru Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Margrét Kristín Blöndal.

- Auglýsing -

Ef fólk vill styrkja með beinum fjárframlögum þá er söfnunarreikningur 545-14-408195 kt:420817-1690 – Merkja færslur „Flog“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -