Fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, ritaði færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann rifjar upp góða tíma við Vífilstaðavatn með skemmtilegri sögu.

„Við Vífilsstaðavatn í morgun. Kom að þessari bryggju um 1980 með vini mínum Skúla Gunnsteins. Bryggjan var þá hrunin og við stóðum á stólpunum til að ná með veiðistönginni sem lengst út í vatnið enda mættir til að renna fyrir silung,“ skrifar Bjarni og heldur áfram:
„Það endaði með því að ég missti jafnvægið og fór á bólskaf. Gekk upp brekkuna að vistheimili áfengissjúkra og pabbi sótti mig þangað.

„Þú ert án vafa sá blautasti sem hefur komið hingað Bjarni minn,“ sagði kallinn þegar ég steig inn í bílinn.“