Föstudagur 13. september, 2024
9.8 C
Reykjavik

Dauðaslys á Breiðamerkurjökli: Einn lést þegar ísveggur hrundi og tveggja er saknað

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Enn eru tveir ferðamenn týndir eftir að veggur í gili við íshelli í Breiðamerkurjökli hrundi í gær. Fjórir lentu undir ísfarginu. Tveir slösuðust í hruninu og bvar annar úrskurðaður látinn á vettvangi. Gríðarleg leit var gerð að týndu mönnunum en hlé var gert á leitinni vegna erfiðra aðstæðna í nótt. Mikil bráðnun er í jöklinum.

Björgunarstarf mun hefjast aftur í dag. „Ekki er talið forsvaranlegt vegna hættu á vettvangi að halda leit áfram í nótt. Leit hefur því verið frestað og verður henni fram haldið að nýju í birtingu í fyrramálið,“ segir í tilkynningu Lögreglunnar á Suðurlandi.

25 manns voru í hellinum þegar hrunið varð. Þetta voru erlendir ferðamenn af ýmsu þjóðerni í skipulagðri ferð á íshellinn.

Til­kynnt var um slysið kl. 15 í gærdag. Hóp­slysa­áætl­un Al­manna­varna var þegar virkjuð. Hundruð björgunarsveitarmanna héldu þegar á vettvang. Erfitt er að komast á staðinn með tæki til björgunar. Tvær þyrl­ur Land­helg­is­gæsl­unn­ar voru send­ar á staðinn auk þyrlu frá danska sjó­hern­um.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -