Fimmtudagur 18. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Davíð með samsæriskenningu um umferðina

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í leiðara Morgunblaðsins í dag er því haldið fram að meirihlutinn í Reykjavík ljúgi því að svifryk sé ástæða þess að nú sé skoðað að lækka hraða bíla úr 50 km/klst. í 30 km/klst í Reykjavík. Líklegt er að Davíð Oddsson, ritstjóri blaðsins, haldi um penna. Hann heldur að þessi áform séu í raun samsæri til að tefja hann í umferðinni.

Leiðarinn hefst þó á því að gefa í skyn að skrif Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur, pírata og formann skipulags- og samgönguráðs borgarinnar, á Facebook séu á einhvern hátt óeðlileg. „Nýjasta útspil vinstri meirihlutans í borgarstjórn er að lækka hraða bíla úr 50 km/klst. í 30 km/klst. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, pírati og formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar, brást við skýrslu þar sem fram kom að minni hraði þýddi minni svifryksmengun með þessum orðum í færslu á samfélagsmiðli,“ skrifar Davíð og vitnar svo í hana:

„Fengum kynningu í skipulags- og samgönguráði á nýrri skýrslu: „Áhrif hraða á mengun vegna umferðar“ Niðurstaðan. Nagldadekk skapa 30 sinnum meira svifryk en ónegld dekk. Gæti ekki verið skýrara.“ Ákafi píratans vegna þessarar niðurstöðu var mikill eins og sást á fleiri færslum, meðal annars þessari: „Og laaaaaang skilvirkasta leiðin til að minnka svifryk er að: – minnka notkun nagladekkja – lækka hámarkshraða – minnka bílaumferð“

Hann er svo síst ánægðari með skrif Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um málið. „Augljóst er að borgaryfirvöld eru aðeins að nota svifrykið sem afsökun fyrir því að lækka hámarkshraða svo mjög að það valdi ökumönnum verulegum óþægindum, væntanlega í þeirri von að við það aukist umferðarteppur, tafir verði enn meiri en orðið er og að fleiri hætti að nota bílinn sinn, sem virðist helsta sameiginlega baráttumál þessa borgarstjórnarmeirihluta. En þó að allir geti verið sammála um að gott væri að losna við svifrykið, eða að minnsta kosti að draga úr því, þá eru fáir sem láta sér detta í hug að fara með hraða á helstu götum niður í 30 km/kls,“ segir Davíð.

Hann nefnir svo, líkt og áður, að svifrykið sé vegna þess að göturnar séu ekki þrifnar. „Flestum kæmi væntanlega frekar til hugar að sópa og þvo göturnar, en það er nokkuð sem borgarstjórnarmeirihlutinn gerir nánast aldrei. Þessi sóðaskapur verður til þess að rykið safnast upp á götunum, einkum út til kantanna, og þyrlast upp þegar bílar aka um. Þetta ryk verður til með ýmsum hætti, vegna slits á götum en einnig af öðrum ástæðum, meðal annars vegna sandfoks, sem að hluta til kemur frá byggingarsvæðum innan borgarmarkanna,“ segir Davíð en þessi kenning hefur áður birst á síðum Morgunblaðsins. Vísindamenn virðast ekki sammála henni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -