Föstudagur 23. september, 2022
6.1 C
Reykjavik

Davíð Oddson minnist Ágústu Johnson sem jarðsungin er í dag: „Var vel gerð og mann­bæt­andi“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Karl Sigurbjörnsson, fyrrverandi biskup Íslands, eru meðal þeirra sem minnast Ágústu K. Johnson með fallegum minningarorðum í dag. Hún verður jarðsungin í dag.

Ágústa, fyrr­ver­andi deild­ar­stjóri í Seðlabanka Íslands, fædd­ist í Reykja­vík 22. mars 1939. Hún lést á heim­ili sínu 21. nóv­em­ber 2020. Hún var ógift og barnslaus.

Ágústa lauk stúd­ents­prófi frá Versl­un­ar­skóla Íslands og hóf þá störf í Lands­banka Íslands. Við stofn­un Seðlabanka Íslands flutt­ist hún yfir til Seðlabank­ans og var í hópi fyrstu starfs­manna hans við stofn­un, rit­ari hjá ný­skipuðum banka­stjóra. Hún vann hjá Seðlabanka Íslands nær all­an sinn starfs­fer­il eða í tæpa hálfa öld, lengst af sem deild­ar­stjóri skrif­stofu banka­stjóra. Ágústa var fé­lags­lynd, trúuð og kirkjuræk­in og tók virk­an þátt í safnaðar­starfi Dóm­kirkj­unn­ar. Hún var í stjórn Kirkju­nefnd­ar kvenna Dóm­kirkj­unn­ar.

„Eng­um duld­ist hlýhug­ur­inn sem lýsti af björtu brosi henn­ar, góðvild og glaðværð og ómaði í björt­um hlátr­um.“

Davíð Oddson, sem starfaði um skeið sem Seðlabankastjóri, minnist Ágúst sem lykilkonu seðlabankastjóranna sem þar hafa starfað enda hafi hún verið samofin bankanum frá fyrstu tíð hans. Það gerir hann í minningargrein í Morgunblaðinu. „Bæði bank­inn og guðsríki, sem var­lega skal þó farið í að tvinna fast­ar sam­an en þetta, áttu traust­an stað í hjarta og huga Ágústu alla tíð. Hún var frá fyrstu stundu mik­il­væg­ur starfsmaður í lyk­il­stöðu, og svo alla sína starfstíð helsti trúnaðarmaður æðstu stjórn­enda bank­ans um ára­tuga skeið. Marg­ir eru enn til staðar sem geta sagt þá sögu alla svo miklu bet­ur en ég get gert. En þótt ég hafi staðið stutt við þar, verður því ekki haldið fram að sá tími hafi verið viðburðasnauður í sögu bank­ans,“ segir Davíð.

Davíð greinir frá því að Ágústa hafi sjálf gengið útúr bankanum þegar hann var hraktur þaðan eftir bankahrunið. Þá hafi hún pakkað inn uppáhalds kaffikrúsinni hans Davíðs sem kveðjugjöf. „Fyrsta morg­un­inn í bank­an­um hafði Ágústa fært mér ilm­andi kaffi­bolla á kon­tór­inn. Ég sagðist hafa vanið mig á það í ráu­neyt­un­um og á borg­ar­stjóra­skrif­stof­unni að ná í mitt kaffi sjálf­ur, nema þegar ég hefði gesti og rölta svo með kaffið og taka hús á sam­starfs­fólki mínu við mis­góðar und­ir­tekt­ir. Ágústa sagðist gjarn­an vilja fá að halda sín­um takti um fyrsta bolla dags­ins, eins og tísk­ast hefði frá upp­hafi. Sú varð auðvitað niðurstaðan. Ég tók eft­ir því að fyrsti boll­inn minn var ólík­ur hefðbundn­um og virðuleg­um seðlabanka­boll­um, enda krús með snotr­um katta­mynd­um. Ágústa sagðist vita fyr­ir víst að nýi banka­stjór­inn væri veik­ur fyr­ir kött­um, eins og hún sjálf og hefði því ákveðið að byrja dag­inn jafn­an með þess­um bolla, nema annað yrði ákveðið. Krús­in kom á morgn­ana eft­ir það, segir Davíð og bætir við:

„Þegar leið á síðasta dag­inn í bank­an­um færði Ágústa mér boll­ann inn­pakkaðan og sagði hann eiga heima hjá mér. Ég var ekki viss um að vel færi á því þar sem boll­inn væri eign bank­ans. Ágústa hélt nú ekki. Hún hefði keypt hann sjálf úr sinni buddu og réði því hvað af hon­um yrði. Sjálf gæti hún ekki hugsað sér að vera áfram þenn­an mánuð sem hún ætti eft­ir af sinni starfsævi, eft­ir hina ódrengi­legu aðför og myndi fylgja okk­ur banka­stjór­un­um úr bank­an­um.“

„Ágústa var blíð og trygg­lynd kona, en föst fyr­ir þegar það átti við, og ekki síst ef hún taldi að heiður bank­ans henn­ar væri und­ir.“

- Auglýsing -

Karl, fyrrverandi biskup, ritar einnig fallega minningargrein um Ágústu. Hann hefur komið að starfi kirkjunnar síðustu ár og þar kynntust þau Ágústa. „Við eignuðumst þar ómet­an­lega vini sem hafa verið okk­ur styrk­ur og bless­un og er okk­ur óum­ræðilegt þakk­ar­efni. Í þeim hópi var frú Ágústa John­son sem jarðsung­in er í dag. Henn­ar er sárt saknað og tóma­rúmið sem hún skil­ur eft­ir í því sam­fé­lagi verður ekki fyllt. Tryggð henn­ar og trú­festi var engu lík. Eng­um duld­ist hlýhug­ur­inn sem lýsti af björtu brosi henn­ar, góðvild og glaðværð og ómaði í björt­um hlátr­um. Alltaf var hún boðin og búin til hjálp­ar og sparaði ekki spor­in meðan heilsa og kraft­ar leyfðu,“ segir Karl.

Karl Sigurbjörnsson, fyrrverandi biskup Íslands.

Karl segir að nærvera Ágústu í kirkjunni hafi verið bæði hlý og gefandi. „Hún var ein­læg í trú sinni, kær­leik­ur henn­ar til Guðs orðs leyndi sér ekki og ein­læg­ur áhugi henn­ar að efla og styrkja trúna í sam­fé­lag­inu, ekki síst miðlun trú­ar­inn­ar til hinna ungu. Í til­efni af átt­ræðisaf­mæli henn­ar í fyrra stofnuðu vin­ir henn­ar Ágústu­sjóð til að kaupa fyr­ir Bibl­í­ur til að gefa ferm­ing­ar­börn­um Dóm­kirkj­unn­ar. Við vit­um að það gladdi hana mjög. Hún þekkti vel orð frels­ar­ans að sælla er að gefa en þiggja, og lifði sam­kvæmt því,“ segir Karl og heldur áfram:

„Hún var sann­ur vin­ur vina sinna og marg­ir nutu fórn­fýsi henn­ar og hjálp­semi fyrr og síðar. Kær­leik­ur henn­ar og um­hyggju­semi átti sér eng­in tak­mörk og fá­dæma sam­visku­sem­in og trú­mennsk­an í því sem henni var trúað fyr­ir. Hún átti lang­an og far­sæl­an starfs­fer­il í Seðlabank­an­um og var virt og elskuð af yf­ir­mönn­um og sam­starfs­fólki fyrr og síðar. Líf henn­ar var helgað þjón­ust­unni og um­hyggj­unni um aðra. Nú er hún kvödd hinstu kveðju í birtu aðvent­unn­ar með ljóma jól­anna fyr­ir aug­um. Trú­ar­aug­um sjá­um við hana gleðjast í þeirri jólagleði sem tek­ur aldrei enda.“

- Auglýsing -

Davíð segir að Ágústa hafi síðsta áratug sinn sínum helstu hugðarefnum og ræktað vel vinahópinn sinn. „Það var jafnnota­legt og áður að hitta hana enda geislaði af henni til síðustu stund­ar. Hún varð fyr­ir óvæntu heilsu­áfalli heima við og lá á sjúkra­húsi um hríð. Í veirutíð var um­hend­is að vitja henn­ar. Þegar hún var kom­in heim átt­um við elsku­legt og gott sam­tal. Það var gleðiefni hve hún var þá orðin sjálfri sér lík og hugsaði, eins brött og hún gat, til framtíðar og sagðist smám sam­an finna fyr­ir aukn­um styrk og hon­um fylgdi auk­in bjart­sýni. Fáum dög­um síðar skall á annað áfall og það af­ger­andi. Ágústa var blíð og trygg­lynd kona, en föst fyr­ir þegar það átti við, og ekki síst ef hún taldi að heiður bank­ans henn­ar væri und­ir. Hún var vel gerð og mann­bæt­andi að fá að eiga vináttu henn­ar,“ segir Davíð.

Ágústa verður jarðsung­in frá Dóm­kirkj­unni í dag kl. 13 að viðstödd­um nán­ustu aðstand­end­um. At­höfn­inni verður streymt hér. Þegar aðstæður leyfa á ný þá verður minn­ing­ar­stund um Ágústu John­son í Dóm­kirkj­unni opin öll­um.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -