Föstudagur 13. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Davíð ósáttur og vill að RÚV ræði afsögn Katrínar vegna umdeilds faðmlags

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í Staksteinum er Ríkisútvarpið gagnrýnt harðlega vegna viðtals Einars Þorsteinssonar við Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra en linkindar í garð tveggja ráðherra Vinstri grænna. Staksteinar eru hluti af ritstjórnarefni Morgunblaðsins og ávalt ómerkt. Oft er þessi hluti skrifaður af ritstjóranum, Davíð Oddssyni, sem jafnframt ber ábyrgð á áróðrinum stöðu sinnar vegna.

Það má lesa úr Staksteinum að Davíð eða aðrir yfirmenn Morgunblaðsins séu ósáttir við að Bjarni hafi verið boðaður í viðtal eftir að hafa skvett úr klaufunum í Ásmundarsal en ekki ráðherrar VG. Höfundur Staksteina sakar RÚV um tvískinnung og segir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra hafi brotið sóttvarnarlög er boðað var til blaðamannafundar vegna bóluefnis sem nýkomið var til landsins. Í Staksteinum segir orðrétt:

„Þegar for­sæt­is­ráðherra var í faðmlög­um við Seyðfirðinga, ekki alla grímu­klædda, gerði Rúv. enga til­raun til að knýja fram af­sögn. Rúv. frétti ekki einu sinni af þess­um mál­um.“

Höfundur Staksteina rifjar þarna upp þegar Katrín Jakobsdóttir, gráti næst, faðmaði og hughreysti íbúa sem upplifað höfðu skelfilegar náttúruhamfarir á Seyðisfirði.

Í Staksteinum er sagt að ef RÚV héldi í heiðri lögum sem kveða á um hlutleysi þá sé ekki hægt að komast hjá því að ræða afsögn Katrínar og Svandísar. Það hafi að mati Staksteina átt að gera ítrekað. Ljóst er að í Hádegismóum eru ritstjórar ósáttir við að Bjarni Benediktsson hafi verið boðaður í viðtal en ekki Katrín og Svandís.

„En þess­ir ráðherr­ar eru að vísu í vinstri græn­um. Væru þeir í öðrum hvor­um hinna stjórn­ar­flokk­anna þarf ekki að ef­ast um hvernig tekið yrði á þess­um aug­ljósu brot­um.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -