Miðvikudagur 5. október, 2022
7.8 C
Reykjavik

Davíð segir Trump lagðan í einelti: „Trump á þessari stundu dáðasti maður Bandaríkjanna“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Donald Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, er hrósað í hástert í leiðara Morgunblaðsins í dag og hann sagður mátt þola einelti. Á forsíðu blaðsins má svo sjá mynd af upplausninni sem ríkir vestanhafs en rótækir stuðningsmenn Trump réðust inn í þingsal í gær eftir litla mótstöðu lögreglu. Ekki þykir ósennilegt að þar haldi Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, á penna.

Óeirðirnar eru hvergi gagnrýndar í leiðaranum þó kvartað sé sáran yfir umfjöllun fjölmiðla um Trump. „Við þetta bætist að aldrei í sögu Bandaríkjanna hefur veikari forseti komið nýr í Hvíta húsið. Hann var, svo sem frægt er, geymdur í kjallaranum heima hjá sér næstum alla kosningabaráttuna, en rækilega studdur af bandaríska fjölmiðlaveldinu sem lét sér nægja að fá sendar spurningar til frambjóðandans frá umsjónarmönnum hans og sitja svo „hugfangnir“ fyrir framan hann þegar Joe las svörin af spjöldum sem ekki var endilega ljóst hvort hann hefði haft nokkuð með að gera!,“ segir í leiðaranum.

Eftir lofræðu um Ronald Regan snýr Davíð sér aftur að Trump. „En Trump átti við Joe Biden, sem er varla umdeilt að gengur „ekki á öllum,“ og var því geymdur í kjallaranum ásamt öðru því sem passaði ekki í stássstofurnar uppi. Það er ekki góð einkunn fyrir Trump að hafa ekki ráðið við það. En hans menn geta bent á að enginn forseti á síðari tímum hefur sætt öðru eins einelti og Trump sætti í sinni tíð. Nær allt kjörtímabilið var sveit sérstaks saksóknara með tugi saksóknara og rannsakenda að fara yfir ásakanir um að Rússar hefðu séð til að Trump ynni kosningarnar 2016,“ segir í leiðaranum.

Að lokum segir Davíð að Trump sé dáðasti maður Bandaríkjanna. Davíð vísar ekki í annað en könnun Gallup en mögulega á hann við þessa könnun. Þar segir að 18 prósent Bandaríkjamanna dáist Trump mest allra. „Allir helstu fjölmiðlar Bandaríkjanna fylgdu þessari dellu eftir eins og þeir vissu sjálfir ekkert í sinn haus. Það var einnig eftirtektarvert að evrópskir fjölmiðlar töldu allan þennan tíma að þarna væri verið að fjalla um alvöru mál, og það jafnvel risavaxið mál og urðu því sér til minnkunar eins og starfssystkinin vestra. En það hefur sjálfsagt orðið huggunarríkt fyrir Trump í harmi hans að Gallup birti niðurstöður könnunar sinnar í gær sem sýndi að hann, Donald Trump, væri á þessari stundu dáðasti maður Bandaríkjanna. Obama kom næstur á eftir Trump og sá þriðji í kjallara þessarar mælingar var nýkjörni forsetinn, Joe Biden. Sko hann.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -