Þriðjudagur 23. apríl, 2024
2.6 C
Reykjavik

Davíð smánar og rægir Bandaríkjaforseta: „Biden var hafður í einangrun í kjallaranum í Delaware“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, fer mikinn í Reykjavíkurbréfi dagsins. Þar leggst hann í leiðangur til að níða Joe Biden, forseta Bandaríkjanna sem hann lýsir sem forheimskum manni og smánar hann með slúðursögu. „Sagan segir reyndar að Joe Biden hafi nýlega verið spurður hvernig hann hefði brugðist við ef hann hefði verið skipstjórinn á Titanic þegar lystiskipið sigldi á borgarísinn sem braut á það gat. Biden á að hafa svarað því til að hann myndi þegar í stað hafa gefið fyrirmæli um að bora annað gat á skipsskrokkinn til að hleypa sjónum sem streymdi inn eftir áreksturinn út aftur þeim megin,“ skrifar ritstjórinn sem jafnframt er fyrrverandi forsætisráðherra.

Morgunblaðið, undir ritstjórn Davíðs, hefur verið á þessum brautum undanfarið. Í liðinni viku þá veittist Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari að Helga Seljan sjónvarpsfréttamanni sem glímt hefur við þunglyndi og leitað sér hjálpað. Taldi Páll ófært að Helgi fengi að vinna við ríkisfjölmiðil eð svo alvarlegan sjúkdóm. Páll er einn af föstum pennum Morgunblaðsins.

Helgi var smánaður af penna Morgunblaðsins.

Davíð Oddsson hefur borið þess merki að vera með þráhyggju gagnvart Joe Biden. Í Reykjavíkurbréfinu heldur hann áfram að niðurlægja Bandaríkjaforseta.

„En talandi um Biden þá var það óneitanlega töluverð þrekraun að horfa á „borgarafund CNN með Joe Biden forseta“ (Town Hall meeting). Ekki fór á milli mála að stöðin og stjórnandinn á hennar vegum reyndu að tryggja til hins ýtrasta að vandræðaleg augnablik yrðu sem fæst og voru þá ekki talin með lítt skiljanleg ummæli og samhengislausar setningar sem fer fjölgandi við þessi örfáu tækifæri sem Biden svarar spurningum opinberlega, og þá af völdum spyrjendum og augljóst er að búið er að fara yfir spurningarnar fyrir fram með forsetanum, en dugar ekki alltaf til. En þó koma þessi óþægilegu augnablik sem enginn ræður við þegar forsetinn spyr sig og salinn: „Hvað er ég að gera hér?“ og hvorugur svarar“.
Davíð lýsir því yfir fyrir hönd bandarísks almennings að vaxandi efasemdir séu um forsetann sem hann gefur til kynna að skorti færni til að svara spurningum eða móta sér skoðun.

„Handlöngurum demókrataflokksins tókst óneitanlega að mestu að komast í gegnum kaflann fyrir kosningar þar sem Biden var hafður í einangrun í kjallaranum í Delaware drýgstan tíma. En það er óneitanlega erfitt að ímynda sér hvernig framhaldið var hugsað. Það er löngu runnið upp fyrir flestum að þetta leikrit hlýtur að fá snubbóttan og afar dapran endi“.

|
Guðbjörg Matthíasdóttir heldur Morgunblaðinu gangandi.

Guðbjörg Matthíasdóttir, auðkona í Vestmannaeyjum, er aðaleigandi Morgunblaðsins. Hún hefur dælt milljörðum króna inn í reksturinn. Davíð er skjólstæðingur hennar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -