Þriðjudagur 23. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Davíð Þór segir „að setja eignir ríkisins á markað“ þýða „koma eigum þjóðarinnar í hendur auðmanna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þjóðkirkjupresturinn Davíð Þór Jónsson segir búið að brengla íslenska tungu til að almenningur eigi auðveldara með að kyngja því þegar reynt er hafa af honum eignir hans. Hann segir það hljóma ekki svo illa að „setja eigur ríkisins á markað“ en í raun sé réttara að segja „koma eigum þjóðarinnar í hendur auðmanna“.

Mikill þrýstingur er nú frá ákveðnum öflum um að koma Íslandsbanka í hendur auðmanna, svo orðalag Davíðs sé notað. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG, styður það heilshugar þó óháðir fræðimenn vari við því. Guðrún Johnsen, hagfræðings og lektors við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn, til að mynda segir það galið því mjög ólíklegt er að almenningur fengi gott verð fyrir bankann.

Davíð fjallar um þetta á Facebook. „Vegna þess að ég heyrði ráðherra nýlega tala um nauðsyn þess að „setja eigur ríkisins á markað“ finnst mér nauðsynlegt að afrugla aðeins hvernig sagt er frá þessu. Hér eru tvö orð sem vert er að gefa gaum að merkingunni í og því hvernig þau eru notuð. Hið fyrra er „markaður“. Hverjir eru „markaðurinn“? Ég er ekki á þessum markaði og fólkið sem kemur hingað til að biðja um hjálp er það ekki heldur. Öryrkjar eru ekki á þessum markaði. „Markaður“ er nefnilega í raun fínt orð yfir það sem kallað er „fjármagnseigendur“, sem aftur er aðeins skrúðyrði yfir þá sem eiga peningana, þ.e. auðmenn. Hitt orðið er „ríkið“. Hverjir eiga „ríkið“? Það er í raun almenningur í þessu landi, þjóðin. Höfum þess vegna alveg á hreinu að þegar talað er um að setja eigur „ríkisins“ á „markað“ er í raun verið að tala um að koma eigum þjóðarinnar í hendur auðmanna.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -