2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Deilir fyrstu nærmyndinni af frumburðinum

Raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Kylie Jenner leyfði aðdáendum sínum loksins að sjá nærmynd af frumburði sínum og kærastans Travis Scott, en þau eignuðust dótturina Stormi Webster fyrir einum mánuði.

Hingað til hafa aðdáendur stjörnunnar aðeins fengið að sjá nokkrar myndir og myndbönd af Stormi, en þá hefur andlit hennar alltaf verið hulið.

A post shared by flame (@travisscott) on

Kylie hins vegar deildi myndbandi á Snapchat af Stormi litlu fyrir stuttu og skrifaði einfaldlega:

„Fallega stúlkan mín.“

Travis deildi einnig skjáskoti úr myndbandinu á Instagram-síðu sinni. Þá deildi Kylie einnig mynd af þeim mæðgum á Instagram, þar sem reyndar sést ekki í andlit Stormi, til að fagna eins mánaðar afmæli hnátunnar.

A post shared by Kylie (@kyliejenner) on

AUGLÝSING


Eins og Mannlíf hefur fjallað um héldu Kylie og Travis meðgöngunni algjörlega utan sviðsljóssins en fögnuðu síðan fæðingu dótturinnar með því að birta einlægt myndband af öllu ferlinu.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is