2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Diddy minnist barnsmóður sinnar á samfélagsmiðlum

Rapparinn Sean Diddy Combs er eyðilagður vegna dauða barnsmóður sinnar.

Bandaríski rapparinn Sean Diddy Combs hefur undanfarinn sólarhring birt nokkrar myndir og myndbönd á Instagram þar sem hann minnist Kim Porter, fyrrverandi kærustu sinnar, sem lést í síðustu viku, 47 ára gömul. Hún fannst látin á heimili sínu í Los Angeles á fimmtudaginn.

„Síðustu þrjá daga hef ég reynt að vakna upp frá þessari martröð,“ skrifar Diddy við myndband af sér og Kim. Myndbandið var tekið þegar hún var ófrísk af tvíburum þeirra sem eru 11 ára í dag. „Við voru meira en bestu vinir, meira en sálufélagar,“ bætti hann við.

Diddy og Kim voru par í 13 ár, með hléum, og eiga saman þrjú börn. Þau hættu saman árið 2007 en hafa síðan þá lagt mikla áherslu á að eiga í góðu vinasambandi.

AUGLÝSING


Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is