Þriðjudagur 23. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Die Hard VI heitir einfaldlega McClane

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sjötta Die Hard myndin er bæði forleikur og framhald fyrri myndanna.

Enginn endir virðist ætla að verða á framleiðslu Die Hard kvikmyndanna um John McClane, sem Bruce Willis leikur af snilld. Staðfest hefur verið að sjötta myndin er þegar í undirbúningi og í einkaviðtali við Empire Magazine staðfestir framleiðandinn Lorenzo di Bonaventura að hún muni bera nafn söguhetjunnar og kallast stutt og laggott McClane.

Samkvæmt di Bonaventura er myndin bæði forleikur og framhald fyrri myndanna og mun sjónarhornið flakka á milli McClane í nútímann og á unga aldri þar sem málið sem hann er að fást við í myndinni á upptök sín í fyrndinni þegar hann var nýliði í lögreglunni.

Leikstjórinn Len Wiseman, sem leikstýrði Live Free or Die Hard, hefur verið ráðinn sem leikstjóri nýju myndarinnar og Bruce Willis mun sem fyrr túlka hinn harðsnúna John McClane, en ekki hefur enn verið ráðið í hlutverk hans á unga aldri.

Di Bonaventura fullyrðir þó að Willis muni fá að minnsta kosti jafn mikið pláss í myndinni og sá sem leikur yngri útgáfu hans. „Ég veit ekki hvernig hægt væri að gera Die Hard mynd án Bruce,“ sagði framleiðandinn í fyrrnefndu samtali við Empire og bætti við að öllu skipti að vel tækist til við val leikara til að túlka McClane ungan. „Það eru mjög stórir skór sem berir fætur þess leikara þurfa að fylla út í.“

Fyrsta Die Hard myndin fagnaði 30 ára afmæli í ár, en ekkert bendir til þess að aðdáendur McClane séu búnir að fá nándar nærri nóg af hetjunni sinni og geta þeir farið að hlakka til að kynnast honum ungum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -