Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Diljá sló í gegn í prófkjöri: „Við vorum ofboðslega meðvirk“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Susie Rut fór alltaf alla leið og náði botninum mjög hratt. Hún náði samt að snúa við blaðinu og náði tökum á eigin lífi. Eftir meðferð og dvöl á áfangaheimili var hún dugleg við að sækja fundi og var á fullu við að hjálpa öðrum. En svo fór að hún féll mjög harkalega þremur árum síðar,“ segir Diljá Mist Einarsdóttir, nýjasta vonarstirni Sjálfstæðisflokksins eftir glæsilegan prófkjörssigur um helgina.

Dilja Mist hefur þótt standa sig með afbrigðum vel sem aðstoðarmaður Gunnlaugs Þórs, utanríkisráðherra, en þau tóku slaginn saman í prófkjörinu.

Lífið hefur þó ekki alltaf leikið við Dilja sem missti ung systur sína af völdum fíkniefnaneyslu. Hún segir missinn hafa mótað hana mikið.

„Þegar Susie Rut byrjaði í neyslu var þetta ekki mikið rætt, jafnvel þótt að heimilið hafi verið undirlagt af fíknisjúkdómi hennar. Við vorum ofboðslega meðvirk. En sem betur fer hefur orðið mikil viðhorfsbreyting og við fórum að tala um þetta opinskátt. Það velur enginn að vera fíkill og fíknin spyr hvorki um stétt né stöðu. Við fengum oft að heyra það sama: Er Susie Rut í neyslu? En hún kemur af góðu heimili, og enginn í fjölskyldunni í neinni vitleysu?“

„En þannig er þetta ekki í hinum raunverulega heimi.”

Viðtali Mannlífar við Diljá má sjá í heild sinni hér

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -