Fimmtudagur 9. desember, 2021
0.8 C
Reykjavik

Disney-kóngurinn Jón Axel selur glæsibústað sinn við Skorradalsvatn: Sjáið myndirnar!

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Disney-kóngurinn og ofurútvarpsmaðurinn Jón Axel Ólafs­son og kona hans, María B. John­son, hafa sett stórglæsilegan sum­ar­bú­stað sinn við Skorradalsvatn á sölu. Óskað er eftir tilboði í bústaðinn glæsilega.

Jón Axel Ólafsson er framkvæmdarstjóri Eddu USA, sem gefur út og dreifir bókum frá Disney, Dreamworks, Nickelodeon, Mattel og Hasbro í Norður-Ameríku; hann á bakgrunn úr fjölmiðlum og hefur lengst af starfað sem dagskrárgerðarmaður í útvarpi, sjónvarpi og blöðum.

Í dag stýr­ir Jón Axel ein­um vin­sæl­asta út­varpsþætti lands­ins, Ísland vakn­ar, á K100 ásamt Ásgeiri Páli og Krist­ínu Sif.

- Auglýsing -

María hef­ur unnið í bóka­heim­in­um, en hún er út­gáfu­stjóri Eddu út­gáfu sem gef­ur út rit um Andrés önd og fleiri stór­menni. Hjónin vinna því saman að útgáfunni.

Sum­ar­bú­staður hjónanna er 90 fermetrar að stærð og var byggður árið 1996. Síðan þá er búið að byggja hressilega við hann og er heild­ar­fer­metra­fjöld­inn 120, en einnig er þar 40 fermetra báta­skýli og í kring­um bú­staðinn er ­stór pall­ur með heit­um potti. Úr báta­skýl­inu er síðan auðvitað hægt að renna báti út á vatnið fallega.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -