• Orðrómur

Djammþörf landans eftir Covid ofmetin: – „Tölu­vert of­fram­boð af tón­leik­um“.

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Mikill fjöldi tónleika og viðburða eru auglýst næstu vikur og mánuði og ljóst að þjóðin er orðin langþyrst eftir skemmtan eftir innilokun faraldarins. Einnig hefur færst líf í bókanir á húsnæði undir veisluhöld og ráðstefnur.

Má þar þakka aflétt­ing­um sam­komutak­mark­ana, góðu gengi bólu­setn­inga svo og endurkomu ferðamanna til landsins.

Allt á fulla ferð

- Auglýsing -

„Okk­ur sýn­ist á öllu að strax eft­ir versl­un­ar­manna­helgi fari allt á fulla ferð,“ seg­ir Svan­hild­ur Kon­ráðsdótt­ir, for­stjóri Hörpu” í samtali við mbl. Hún vísar til tónleika af öllum stærðum og gerðum, ráðstefnur, veislur og árshátíðir. Enn er þó pláss. Það eru marg­ar vist­ar­ver­ur í þessu húsi.“

Davíð Torfi Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Íslands­hót­ela, segir í sama viðtali ekki vita fjölda bókaðra brúðkaupa í sumar en þau séu mörg. ,,Ein­hverj­ir dag­ar eru orðnir þétt­ir og jafn­vel full­bókaðir. En við erum með marga sali og get­um tekið við ansi miklu“.

Hugsanlegt offramboð

- Auglýsing -

Meðal tónlistarviðburða sem miðasala er hafi á eru tónleikar Nýdönsk í Eld­borg í sept­em­ber, Sigga og Grét­ar í Stjórn­inni ætla að ferðast um landið í sum­ar, Helgi Björns verður með sum­ar­hátíð í ág­úst og fóst­bræðurn­ir Maggi Ei­ríks og Pálmi Gunn­ars halda hvor sína af­mælis­tón­leik­ana. Það sama ger­ir Páll Óskar og Jón Jóns­son ætl­ar að fylla Eld­borg. Þá koma Smokie og Skunk An­ansie til lands­ins svo fátt eitt sé nefnt. Óvíst er hvort eft­ir­spurn sé eft­ir öll­um þeim tón­leik­um sem fyr­ir­hugaðir eru,“ segir í grein mbl.

„Það verður tölu­vert of­fram­boð af tón­leik­um. Von­andi verður þorst­inn al­veg gríðarleg­ur hjá lands­mönn­um,“ seg­ir Eiður Arn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags hljóm­plötu­fram­leiðenda og tón­list­armaður. „Markaður­inn mun ekki allt í einu verða 100 prósent eins og hann var. Ég held að þetta komi í skref­um en von­andi verða þau stór.”

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -