Miðvikudagur 24. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Djammþörf landans eftir Covid ofmetin: – „Tölu­vert of­fram­boð af tón­leik­um“.

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikill fjöldi tónleika og viðburða eru auglýst næstu vikur og mánuði og ljóst að þjóðin er orðin langþyrst eftir skemmtan eftir innilokun faraldarins. Einnig hefur færst líf í bókanir á húsnæði undir veisluhöld og ráðstefnur.

Má þar þakka aflétt­ing­um sam­komutak­mark­ana, góðu gengi bólu­setn­inga svo og endurkomu ferðamanna til landsins.

Allt á fulla ferð

„Okk­ur sýn­ist á öllu að strax eft­ir versl­un­ar­manna­helgi fari allt á fulla ferð,“ seg­ir Svan­hild­ur Kon­ráðsdótt­ir, for­stjóri Hörpu” í samtali við mbl. Hún vísar til tónleika af öllum stærðum og gerðum, ráðstefnur, veislur og árshátíðir. Enn er þó pláss. Það eru marg­ar vist­ar­ver­ur í þessu húsi.“

Davíð Torfi Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Íslands­hót­ela, segir í sama viðtali ekki vita fjölda bókaðra brúðkaupa í sumar en þau séu mörg. ,,Ein­hverj­ir dag­ar eru orðnir þétt­ir og jafn­vel full­bókaðir. En við erum með marga sali og get­um tekið við ansi miklu“.

Hugsanlegt offramboð

- Auglýsing -

Meðal tónlistarviðburða sem miðasala er hafi á eru tónleikar Nýdönsk í Eld­borg í sept­em­ber, Sigga og Grét­ar í Stjórn­inni ætla að ferðast um landið í sum­ar, Helgi Björns verður með sum­ar­hátíð í ág­úst og fóst­bræðurn­ir Maggi Ei­ríks og Pálmi Gunn­ars halda hvor sína af­mælis­tón­leik­ana. Það sama ger­ir Páll Óskar og Jón Jóns­son ætl­ar að fylla Eld­borg. Þá koma Smokie og Skunk An­ansie til lands­ins svo fátt eitt sé nefnt. Óvíst er hvort eft­ir­spurn sé eft­ir öll­um þeim tón­leik­um sem fyr­ir­hugaðir eru,“ segir í grein mbl.

„Það verður tölu­vert of­fram­boð af tón­leik­um. Von­andi verður þorst­inn al­veg gríðarleg­ur hjá lands­mönn­um,“ seg­ir Eiður Arn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags hljóm­plötu­fram­leiðenda og tón­list­armaður. „Markaður­inn mun ekki allt í einu verða 100 prósent eins og hann var. Ég held að þetta komi í skref­um en von­andi verða þau stór.”

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -